Helga Lind Mar nýr framkvæmdastjóri SHÍ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 20:55 Helga Lind Mar er nýr framkvæmdastjóri SHÍ. Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira