BBC greinir frá því að nemendur, sem allir voru á táningsaldri, hafi fleygt sér út um glugga á húsinu sem stóð í ljósum logum. Flestir hinna látnu voru nemendur sem voru staddir í byggingunni til að fá aðstoð við heimanám.
Ekki er enn vitað um eldsupptök en haft er eftir indverskum yfirvöldum að eldurinn hafi breiðst hratt út vegna eldfims efnis í þaki byggingarinnar.
Þá voru að minnsta kosti tuttugu fluttir alvarlega slasaðir til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vottaði hinum látnu og fjölskyldum þeirra samúð sína á Twitter í dag.
Extremely anguished by the fire tragedy in Surat. My thoughts are with bereaved families. May the injured recover quickly. Have asked the Gujarat Government and local authorities to provide all possible assistance to those affected.
— Narendra Modi (@narendramodi) May 24, 2019