Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar.
Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári.
Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur.
Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum.