Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 16:26 Greta Thunberg er 16 ára gömul. Hún hóf svonefnt loftslagsverkfall til að krefjast aðgerða gegn loftslagsbreytingum fyrir utan sænska þingið. Verkföllin hafa síðan getið af sér hreyfingu ungs fólks víða um heim. Vísir/EPA Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43
Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03