Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/KEVIN DIETSCH Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. Á sama tíma berjast Trump og bandamenn hans með kjafti og klóm gegn því að gögn Rússarannsóknarinnar sjálfrar, né skýrsla rannsóknarinnar, verði gerði opinber. Barr opnaði enn eina rannsóknina á Rússarannsókninni fyrr í þessum mánuði og er henni meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Trump og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Trump hefur ítrekað haldið því fram að „njósnað“ hafi verið um framboð hans. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, sagði fyrr í mánuðinum að ekki hefði verið njósnað um framboðið og hann sagðist ekki vita til þess að nokkuð ólöglegt hafi átt sér stað. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði forsetinn að fyrrverandi yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hefðu framið landráð og er það ekki í fyrsta sinn sem hann heldur því fram.AP fréttaveitan segir að þessi skipun Trump muni skapa spennu á milli Hvíta hússins og leyniþjónusta, sem hafi á árum áður varist kröfum sem þessum af ótta við að opinbera heimildarmenn og leiðir sem notaðar eru til að afla upplýsinga.Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í gærkvöldi að aðgerðir Trump og Barr væru óamerískar. Þeir væru að reyna að vopnvæða löggæslu og leynilega upplýsingar gegn pólitískum andstæðingum þeirra.While Trump stonewalls the public from learning the truth about his obstruction of justice, Trump and Barr conspire to weaponize law enforcement and classified information against their political enemies. The coverup has entered a new and dangerous phase. This is un-American. — Adam Schiff (@RepAdamSchiff) May 24, 2019 Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka rannsóknina, ef svo má að orði komast, og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Með þessum rannsóknum vilja Trump og bandamenn hans grafa undan niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem ýjaði að því í skýrslu sinni að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Mueller vildi ekki segja af eða á vegna starfsreglna Dómsmálaráðuneytisins um að ekki megi ákæra sitjandi forseta og þess í stað tíundaði hann tíu liði rannsóknar sinnar sem sneru að þeim möguleika og sagði það vera þingsins að taka ákvörðun. Barr lýsti því þó sjálfur yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Trump. Sannanir Mueller dygðu ekki til ákæru eða sakfellingar fyrir dómi. Barr hefur verið harðlega gagnrýndu fyrir atferli sitt í tengslum við skýrslu Mueller. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trump en ekki eins og Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.Sjá einnig: Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Rúmlega 900 fyrrverandi alríkissaksóknarar hafa þó skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að ef Trump væri ekki forseti væri hægt að ákæra hann. „Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir.Sjá einnig: Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Trump hefur tekið vel í harða stöðu Barr gagnvart þinginu og blaðamönnum þegar ráðherrann hefur varið meðhöndlun sína á skýrslu Mueller. Þá mun Trump hafa fagnað því að Barr neitaði að mæta á fund þingnefndar og svara spurningum þingmanna, þrátt fyrir að honum hefði verið stefnt, og í kjölfarið var hann sakaður um vanvirðingu gagnvart þinginu. Samkvæmt heimildum AP hefur Trump talað við ráðgjafa sína um að með Barr sé hann „loksins“ kominn með „dómsmálaráðherrann sinn“. Hann varð verulega ósáttur við Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann sagði sig frá Rússarannsókninni eftir að upp komst að hann hafði sagt ósatt um samskipti sín og sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Á endanum vék Trump ráðherranum úr starfi vegna þessa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. Á sama tíma berjast Trump og bandamenn hans með kjafti og klóm gegn því að gögn Rússarannsóknarinnar sjálfrar, né skýrsla rannsóknarinnar, verði gerði opinber. Barr opnaði enn eina rannsóknina á Rússarannsókninni fyrr í þessum mánuði og er henni meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Trump og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Trump hefur ítrekað haldið því fram að „njósnað“ hafi verið um framboð hans. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, sagði fyrr í mánuðinum að ekki hefði verið njósnað um framboðið og hann sagðist ekki vita til þess að nokkuð ólöglegt hafi átt sér stað. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði forsetinn að fyrrverandi yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hefðu framið landráð og er það ekki í fyrsta sinn sem hann heldur því fram.AP fréttaveitan segir að þessi skipun Trump muni skapa spennu á milli Hvíta hússins og leyniþjónusta, sem hafi á árum áður varist kröfum sem þessum af ótta við að opinbera heimildarmenn og leiðir sem notaðar eru til að afla upplýsinga.Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í gærkvöldi að aðgerðir Trump og Barr væru óamerískar. Þeir væru að reyna að vopnvæða löggæslu og leynilega upplýsingar gegn pólitískum andstæðingum þeirra.While Trump stonewalls the public from learning the truth about his obstruction of justice, Trump and Barr conspire to weaponize law enforcement and classified information against their political enemies. The coverup has entered a new and dangerous phase. This is un-American. — Adam Schiff (@RepAdamSchiff) May 24, 2019 Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka rannsóknina, ef svo má að orði komast, og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Með þessum rannsóknum vilja Trump og bandamenn hans grafa undan niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem ýjaði að því í skýrslu sinni að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Mueller vildi ekki segja af eða á vegna starfsreglna Dómsmálaráðuneytisins um að ekki megi ákæra sitjandi forseta og þess í stað tíundaði hann tíu liði rannsóknar sinnar sem sneru að þeim möguleika og sagði það vera þingsins að taka ákvörðun. Barr lýsti því þó sjálfur yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Trump. Sannanir Mueller dygðu ekki til ákæru eða sakfellingar fyrir dómi. Barr hefur verið harðlega gagnrýndu fyrir atferli sitt í tengslum við skýrslu Mueller. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trump en ekki eins og Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.Sjá einnig: Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Rúmlega 900 fyrrverandi alríkissaksóknarar hafa þó skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að ef Trump væri ekki forseti væri hægt að ákæra hann. „Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir.Sjá einnig: Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Trump hefur tekið vel í harða stöðu Barr gagnvart þinginu og blaðamönnum þegar ráðherrann hefur varið meðhöndlun sína á skýrslu Mueller. Þá mun Trump hafa fagnað því að Barr neitaði að mæta á fund þingnefndar og svara spurningum þingmanna, þrátt fyrir að honum hefði verið stefnt, og í kjölfarið var hann sakaður um vanvirðingu gagnvart þinginu. Samkvæmt heimildum AP hefur Trump talað við ráðgjafa sína um að með Barr sé hann „loksins“ kominn með „dómsmálaráðherrann sinn“. Hann varð verulega ósáttur við Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann sagði sig frá Rússarannsókninni eftir að upp komst að hann hafði sagt ósatt um samskipti sín og sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Á endanum vék Trump ráðherranum úr starfi vegna þessa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent