„Töfrateið er stokkrósaríste með sítrónu, engifer, cayenne pipar og ætiblómi sem gefur smá myntukeim og útkoman er afar hollur og frískandi drykkur. Drykkurinn er bruggaðaður úr stokkrósalaufum sem talin eru vera rík af andoxunarefnum og steinefnum. Stokkrós er einnig talin hafa ýmis jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina,“ segir Kristín Björg.
„Við vildum búa til drykk í hollari kantinum en Töfrateið er mikil C- vítamín heilsu bomba. Það sakar heldur ekki hvað drykkurinn er fallegur og girnilegur.“

„Við erum dugleg að sækja eftir hugmyndum frá starfsfólki okkar en sú sem tók þátt í vöruþróun á drykknum vinnur á einu kaffihúsinu okkar og er dálítil norn í sér. Hún kom með vinningsnafnið „Töfrate“ sem okkur fannst mjög viðeigandi nafn á drykkinn, enda fullur af töfrum”, segir Kristín.
Appolo-frappó með rjóma og súkkulaðisósu
„Oft fer fram mikil tilraunastarfsemi með drykki í vöruþróunarferlinu og stundum verður útkoman allt önnur en maður bjóst við í upphafi ferlis. Appolo-frappóinn varð einmitt til út frá tilraunastússi með nammi,“ segir Kristín en í drykknum er fylltur appollo hjúplakkrís og sést gul og bleik fylling bitanna í drykknum.

Sjö sumarfreistingar á Te & kaffi
„Alls eru sjö sumardrykkir á boðstólnum hjá Te og kaffi, en til viðbótar eru sígildir drykkir eins og íslatte, matcha smoothie, suðrænn engifer smoothie, karmellufrappó og síðast en ekki síst okkar vinsæli Oreo frappó."
Karamellu frappó




Fylgjast má með Te & kaffi á facebook og Instagram.