Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Efla fékk 1,2 milljónir króna fyrir vinnu við Ráðhúsið. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira