Stækkum þar sem allt er að stækka! Áslaug Hulda Jónsdóttir og skrifa 23. maí 2019 07:00 Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar