Farage og félagar á feikimiklu flugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Farage gengur afar vel í kosningabaráttunni. Nordicphotos/AFP Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30