Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:07 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46