Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2019 14:44 Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Vísir 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um tuttugu mánaða skeiði villt á sér heimildir, kúgað konu til kynmaka með öðrum mönnum, kúgað hana til að senda sér kynferðislegt myndefni ásamt því að nauðga henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Hinn dæmdi hafði kynnst konunni í framhaldsskóla þar sem þau hófu samskipti í gegnum Snapchat. Skömmu seinna ákvað hinn dæmdi að stofna Snapchat-reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma.Hittust í tvígang á hóteli Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Sagður hafa falið slóð sína vel Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness og auk þess dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var skýr um að það maðurinn hafi nýtt sér sem samskiptamiðla þar sem hann gat falið slóð sín nokkuð vel ásamt því að nýta leyninúmer sem varð til þess að erfitt var að afla sönnunargagna við rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um tuttugu mánaða skeiði villt á sér heimildir, kúgað konu til kynmaka með öðrum mönnum, kúgað hana til að senda sér kynferðislegt myndefni ásamt því að nauðga henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Hinn dæmdi hafði kynnst konunni í framhaldsskóla þar sem þau hófu samskipti í gegnum Snapchat. Skömmu seinna ákvað hinn dæmdi að stofna Snapchat-reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma.Hittust í tvígang á hóteli Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Sagður hafa falið slóð sína vel Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness og auk þess dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var skýr um að það maðurinn hafi nýtt sér sem samskiptamiðla þar sem hann gat falið slóð sín nokkuð vel ásamt því að nýta leyninúmer sem varð til þess að erfitt var að afla sönnunargagna við rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent