Verkalýðshreyfingin og SA fagna stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 11:04 Már Guðmundsson á leið á kynningarfund um stýrivaxtalækkunina. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira