Þýsk stjórnvöld þurfi að axla sína ábyrgð á Geirfinnsmáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2019 07:30 Karl Schütz (í hvítri skyrtu) hélt blaðamannafund um lausn Geirfinnsmáls árið 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
„Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45
Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00
Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45