Hæstiréttur samþykkir beiðni Atla Más um að taka málið fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:23 Atli Már Gylfason mætti í héraðsdóm í fyrra, klæddur í bol sem vísaði til hvarfs Friðriks Kristjánssonar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt umsókn blaðamannsins Atla Más Gylfasonar um að fá að áfrýja dómi Landsréttar þar sem Atli var dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla, segir í samtali við Vísi að Hæstiréttur hafi samþykkt þessa umsókn á þeirri forsendu að málið hafi fordæmisgildi fyrir möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn ónafngreindra heimildarmanna. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í mars að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svívirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómi Landsréttar segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar. Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt umsókn blaðamannsins Atla Más Gylfasonar um að fá að áfrýja dómi Landsréttar þar sem Atli var dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla, segir í samtali við Vísi að Hæstiréttur hafi samþykkt þessa umsókn á þeirri forsendu að málið hafi fordæmisgildi fyrir möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn ónafngreindra heimildarmanna. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í mars að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svívirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómi Landsréttar segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar.
Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Sjá meira
Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56
Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19