Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2019 22:30 Bran talar við tré. Vakt okkar er lokið! Hér að neðan verður fjallað um síðasta þátt (snökt) Game of Thrones og líklega ýmislegt annað. Ekki lesa ef þú ert ekki búin að horfa. Hér er viðeigandi lag. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa hérna. Ég er mjög fúll yfir því að Game of Thrones sé búið, held ég, og ég er ekki viss hvað mér finnst um endalokin. Mér fannst persónurnar mínar ekki fá þá enda sem ég óskaði mér, sem er svo sem eðlilegt fyrst við erum að tala um Game of Thrones. Það var ýmislegt annað sem mér fannst ekki halda neinu vatni. Það gerðist allt voðalega hratt í þessum þætti og Daenerys hvarf af taflborðinu án mikilla vandræða. Eins og sagan hennar hefur þróast í þessari þáttaröð, kom ekkert annað til greina í þessari þáttaröð en að Jon myndi ganga frá henni. Ég hefði þó búist við einhverjum látum frá Unnsullied og Dothraki. Það hefur svo sem einkennt þessa þáttaröð og það er augljóst að þættirnir hefðu þurft að vera fleiri en sex til að gera þessu almennilega skil. Ég er þó persónulega á þeirri skoðun að GOT sé enn heimsins besta sjónvarp. Hlaupum fyrst yfir það sem gerðist í þættinum áður en við förum að spá í einhverju sérstöku. Tyrion og Jon virtu eyðilegginguna í King's Landing fyrir sér og Jon lenti næstum því í slag við Grey Worm, sem var kasjúallí að myrða nokkra fanga í nafni drottningar sinnar. Þá fór Jon á fund Daenerys en fyrst þurfti hann að hlusta á ræðu sem hann skildi engan veginn. Í ræðu sinni þakkaði Daenerys hermönnum sínum fyrir að hafa „frelsað“ íbúa King's Landing og hét því að „frelsa“ alla íbúa heimsins. Fyrir þá sem muna ef til vill ekki eftir því, þá „frelsaði“ Daenerys íbúa King‘s Landing með því að drepa þá alla, svo til gott sem, og nefndi hún Winterfell sérstaklega sem stað sem þau þyrftu að „frelsa“.Þá steig Tyrion fram og viðurkenndi að hafa sleppt Jaime. Hann notaði sömuleiðis tækifærið til að segja upp á baller hátt. Fyrir vikið var hann handtekinn og útlit fyrir að hann og Drogon yrðu mjög nánir í náinni framtíð. Fyrst fór Jon þó á fund hans og Tyrion gerði sitt besta til að sannfæra Jon um að Daenerys þyrfti að deyja. Það má ýmislegt segja um persónuþróun Daenerys í þessari þáttaröð en mér fannst Tyrion ná nokkuð vel utan um það af hverju Daenerys var svo sannfærð um eigið ágæti.Þá sagði Tyrion að ást væri sterkari en skynsemi sem fékk Jon til að muna eftir orðum sem maester Aemon (Targaryen) sagði við hann í fyrstu þáttaröð. Aemon var gamli, blindi gaurinn í Næturvaktinni. Hann sagði: „Ástin er dauði skyldunnar“, þegar hann var að útskýra af hverju meðlimir Næturvaktarinnar mættu ekki eignast konur og börn.Tyrion sneri því upp á Jon og sagði að stundum væri skyldan dauði ástarinnar. Honum gekk ekki vel að sannfæra Jon en honum gekk þó eitthvað þegar hann vitnaði í eið Næturvaktarinnar og þá staðreynd að Jon væri skjöldur manna og hefði alltaf reynt að vernda fólk. Það virtist þó ekki virka á Jon og hann sagði Daenerys geta gert það sem henni sýndist. Enda væri hún drottningin. Jon fór því næst á fund Daenerys sem var að virða konungssalinn fyrir sér og hásætið fræga. Þetta atriði svipaði mikið til þess þegar hún sá konungssalinn í sýn fyrir mörgum árum. Kastalinn virtist yfirgefinn, þakið var horfið og fullt af snjó þarna inni. Núna var þó fullt af snjó og ösku í konungssalnum. Það er í rauninni magnað hve mikið lík þessi atriði eru.Þegar Jon kom inn rifjaði hún upp sögu um að Viserys, bróðir hennar, hafði sagt henni um það hve mörg sverð hefði þurft til að búa hásætið til og fannst eins og þau ættu að vera fleiri. Staðreyndin er sú að hásætið er mun minna í þáttunum en það er í bókunum. Petyr Baelish sagðist einu sinni hafa reynt að telja sverðin og komst að þeirri niðurstöður að þau væru ekki einu sinni 200 talsins.Í bókunum notaði Aegon þó í rauninni þúsundir sverða sigraðra óvina sinna til þess að búa hásætið til. GRRM hefur sagt að eitt tiltekið málverk komist næst því að sýna hásæti Aegon The Conqueror eins og hann sjái það fyrir sér. Það er töluvert flottara en það lítur út í þáttunum en í sama mund er ósköp skiljanlegt að forsvarsmenn þáttanna hafi ekki viljað láta búa til tuttugu metra hátt hásæti, því eðillega væri það allt of fyrirferðarmikið.Aftur að þættinum. Manni virtist Jon fara á fund Daenerys, tilbúinn til þess að fylgja henni fram af næsta kletti. Hún sagði þó allt það sem hún átti ekki að segja. „Fokk allir hinir. Við tvö, flökkum um allan heiminn og drepum alla sem á vegi okkar verður. Sko, til að frelsa fólk,“ var nánast það sem hún sagði. Jon vildi ekki sjá það og önnur konan sem hann hefur elskað dó í fangi hans. Að þessu sinni var ekkert barn sem drap hana heldur gerði hann það sjálfur.Þá kom Drogon brjálaður og virtist ætla að drepa Jon. Drekinn var skringilega dramatískur og brenndi þess í stað hásætið. Sem var töff. Því næst tók Drogon Daenerys upp og flaug á brott í austurátt. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvernig Drogon vissi að Daenerys hefði verið drepin en það eru ástæður fyrir því. Þegar Jon og Daenerys flugu saman í byrjun þáttaraðarinnar sagði Jon að það væri eins og Rhaegal hefði vitað hvað Jon vildi gera og hvernig. Það er til marks um einhvers konar þráðlaust samband drekanna og þeirra sem ríða þeim út. Drekinn Dreamfyre var á árum áður læstur inni í Dragonpit þegar „eigandi“ hans, Helaena Targaryen, framdi sjálfsvíg í King‘s Landing. Hann er sagður hafa skynjað þegar hún dó og „eigendur“ dreka eru einnig sagðir hafa fundið fyrir sárum sem drekar hljóta. Eftir að drekar velja sér einhvern til að fara á bak þeirra, leyfa þeir yfirleitt engum öðrum að gera það fyrr en sá sem þeir völdu er dáinn. Það er voða svipað og með úlfa Stark-barnanna. Ef þið munið eftir því þegar Ned Stark drap Lady, úlf Sönsu, þá tjúlluðust hinir úlfarnir sem voru í Winterfell. Þegar Jon var myrtur í Castle Black, tjúllaðist Ghost. Það er einhver hugsanalestur eða slíkt í gangi þarna. Það er samt gaman að vita til þess að Drekarnir eru ekki útdauðir og Drogon gæti fjölgað þeim á nýjan leik, þó það liggi ekki alveg fyrir hvernig fjölgun þeirra virkar, eins og ég kom inn á í þar síðustu viku.Lávarðaráð fárra lávarða Þá kom tímastökk og voru allir helstu lávarðar Westeros, sem eru enn lifandi, komnir saman í Dragonpit. Svo virðist sem að her Norðursins og mögulega aðrir hafi setið um King's Landing. Grey Worm leiddi Tyrion fyrir hópinn í járnum. Tyrion lagði til að þau notuðu tækifærið til að velja nýjan konung eða drottningu. Samwell Tarly hélt áfram að vera Samwell Tarly og lagði til að halda kosningar sem allir fengju að taka þátt í. Það var fyndið og lávarðarnir veltu upp þeim möguleika að leyfa húsdýrum einnig að taka þátt. Að endingu komust lávarðarnir að þeirri niðurstöðu að gera Bran að konungi sex konungsríkja. Hann var mikið til í það sjálfur, sem var eitthvað skrítið. Sansa krafðist þess þó að Norðrið yrði sjálfstætt konungsríki. Þau hefðu tapað of miklu og svo langaði hana augljóslega í kórónu. Það er vissulega skemmtilegt að hafa Bran sem konung og meikar sens að vissu leyti. Hann veit ógeðslega mikið og þekkir söguna og fólk. Þetta er samt eins og að vera með Wikipedia sem konung. Einhvern persónuleikalausan gagnagrunn sem kann gjörsamlega ekkert í mannlegum samskiptum. Þá var gaman að sjá að fólk var sammála um að lávarðar konungsríkjanna myndu velja nýjan konung þegar sá gamli deyr. Það er eflaust einhvers konar lýðræði og býður ekki upp á borgarastyrjaldir og leiðindi í framtíðinni. Sérstaklega með Norðrið sem sjálfstætt konungsríki (Þessi málsgrein er skrifuð í kaldhæðni).Deanerys tókst þó að einhverju leyti að „brjóta hjólið“ með því að breyta kerfinu í Westeros til einhvers tíma. En hverjir voru þetta sem sóttu fundinn? Þarna voru auðvitað Sansa, Bran og Arya, Yara Greyjoy, Samwell og Gendry. Brienne og Davos voru þarna einnig. Við þekkjum þau öll. Þar voru einnig Edmure Tully, bróðir Catelyn Stark, sem hefur komið fram í þáttunum áður. Þá sáum við einnig Robin Arryn sem virðist hafa blómstrað eftir að Littlefinger kastaði Lysu, móður hans, út um tungldyrnar í The Eyrie. Kannski var það brjóstamjólkin sem var að gera hann að svo miklum aumingja á sínum tíma? Hver veit. Við hlið hans sat Yohn Royce, sem hefur fylgt Sönsu undanfarnar þáttaraðir. Hann er einn af æðstu lávörðum Vale en við hlið hans sat ónefndur lávarður. Þeir voru nokkrir. Einn slíkur sat við hlið Gendry og annar við hlið Yöru. Þeir voru út um allt og við fengum engar upplýsingar um hverjir þeir voru. Hinu megin við Yöru sat nýr prins Dorne en hann fékk ekki að segja neitt.Hvernig fór Gendry að þessu? Mér fannst eitthvað æðislega fyndið við það að Gendry hafi í raun fengið að taka yfir stjórn Stormlands, sem var sterklega gefið í skyn með veru hans á fundinum. Hvernig í ósköpunum á það að hafa gengið fyrir sig? Gekk hann að hliði Storms End, kastala Baratheon fjölskyldunnar, bankaði þar og sagði: „Hæ. Ég er Gendry. Morðóð kona sem var drottning í fimm mínútur sagði að ég ætti að stjórna hér. Hleypið mér inn. Hver sem stjórnar kastalanum núna þarf að flytja.“ Hann var með nákvæmlega ekkert bakland og það eina sem hann hafði var eitthvað sem Daenerys sagði í einhverju partíi hinu megin í heimsálfunni. Nema einhver hafi skrifað eitthvað bréf fyrir hann, en ef ég hefði verið lávarður Storms End og einhver drullusokkur sem ég þekkti ekki kæmi askvaðandi að og skipaði mér að fara, myndi ég fylla hann af örvum. Það er þó bara ég. Tyrion var gert að verða hægri maður Bran en Grey Worm vildi ekki sætta sig við annað en að Jon yrði refsað á einhvern hátt fyrir að myrða Daenerys. Sú refsing fól einhverra hluta vegna í sér að senda Jon aftur til Næturvaktarinnar. Hann fær ekki að stofna eigin ætt eða halda Targaryen ættinni áfram, sem er pirrandi. Sansa er bara verst. Algjörlega verst. Út af hennar eigin græðgi setti hún þetta ferli af stað sem leiddi til þess að Jon greyið þurfti að fara í útlegð á meðan hún fær að vera drottning. Hann hefði átt að henda henni í sjóinn.Arya sagðist ætla að fara í vesturátt. Því þar endi öll kortin og hún vill vita hvað megi finna þar. Hún hefði reyndar bara getað snúið sér í um það bil 90-110 gráður til vinstri og spurt bróður sinn, sem VEIT ALLT! Í enda þáttarins var hún einmitt á leiðinni með eigin skip og áhöfn. Efni í nýja þáttaröð? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem fram kemur að Ayra vilji fara til vesturs. Hún gerði það í þáttaröð sex. Þá spurði hún leikkonu sem hét Lady Crane að því hvað væri vestur af Westeros. Eftir að Arya sagði nákvæmlega sömu orð og hún sagði við Jon, sagði leikkonan mögulegt að þar mætti finna endamörk heimsins. Arya svaraði um hæl og sagðist langa að sjá það.En þá er spurningin, hvað gæti Arya fundið í vestrinu? Stutta svarið er: Það veit enginn. Lengra svarið er: Fyrir mörgum mörgum árum var ein kona sem sigldi í vestur. Hún hét Elissa Farman, eða Alys Westhill, og fæddist á Fair Isle. Þar lærði hún siglingar og elskaði ekkert meira. Þegar pabbi hennar var sífellt að reyna að gifta hana einhverjum drullusokkum flúði hún til vinkonu sinnar og prinsessunnar Rhaena Targaryen. Það eru svolítil líkindi með henni og Ayru. Báðar langt frá því að vera hefðbundnar hefðafrúr. Eftir ýmiss vandræði stal hún þremur drekaeggjum af Targaryen ættinni, undan drekanum Draemfyre, og seldi þau í Braavos. Peningana notaði hún til að smíða skipið Sun Chaser og þá með það markmið í huga að nota það til að sigla yfir The Sunset Sea, sem er hafið vestur af Westeros. Á endanum lagði hún af stað á Sun Chaser með tvö önnur skip með í för. Einungis eitt þeirra skipa sneri aftur. Skipstjóri þess var Ser Eustace og sagði hann frá því að þau hefðu fundið þrjár eyjar í suð-suðvestur af Westeros og nefndu þau eyjarnar Aegon, Rhaenys og Visenya, eftir Aegon The Conqueror og systrum/eignkonum hans. Ser Norman, bróðir Ser Eustace hafði farist í óveðri en Elissa ákvað að halda áfram í vesturátt. Eustace sneri aftur. Mörgum árum seinna taldi skipstjórinn Corlys Velaryon sig hafa séð Sun Chaser í Asshai, sem er til marks um það að Elissa hafi náð til Essos með því að sigla til vesturs frá Westeros. Það hefur þó aldrei verið staðfest og verður það líklega aldrei.Lifir Stark-ættin í Sönsu? Sansa varð drottning í Norðrinu. Þar mun hún búa alla sína ævi og bla bla bla. Það skiptir ekki máli og við fengum hvort eð er ekkert að sjá nema það að hún hafi verið krýnd. Það sem skiptir máli er hvað verður um Stark-nafnið? Bran getur ekki eignast börn, Jon má það ekki og Arya mun aldrei snúa aftur. Þá er þetta á herðum Sönsu. Nú er ég ekki sérfræðingur í barneignum, en myndu börn hennar ekki taka nafn föður þeirra? Sem myndi þá þýða að Stark ættin heyrði í raun sögunni til. Nema hún myndi skíra börnin, til dæmis, Jon Bolton-Stark eins og allir eru að gera úti í heimi í dag. Það myndi meika sens. Ég er í ruglinu og þetta kemur engu við. Hún er drottning og getur gert það sem henni sýnist. Karlinn hennar mun taka nafn hennar og hananú.Af hverju þarf Bran njósnameistara? Fyrsti fundur smáráðsins var haldinn í endurbyggðri King's Landing. Það var eitthvað. Brienne var Lord Commander konungsvarðanna og Podrick, sem var orðinn riddari, var enn við hlið hennar. Það var skemmtilegt og sömuleiðis ljúft að sjá hana fylla út sögu Jaime. Samwell var Grandmaester, sem er sérstakur maester konungsins, eins og Pycelle var. Það er algjört djöfulsins kjaftæði. Hann átti konu og krakka síðast þegar ég vissi og var síðasti meðlimur fjölskyldu sinnar. Hann var til dæmis staddur á lávarðaráðinu í nafni Tarly-fjölskyldunnar.Maesterar mega ekki eiga konur né börn. Þeir þurfa að taka skírlífseið og kasta frá sér nafni sínu og titlum. Þetta myndi Samwell aldrei gera Gilly og krökkunum. Þar að auki þoldi hann ekki Maester-regluna. Það sauð á mér þegar ég sá þetta því þetta heldur ekki vatni. Davos var orðinn meistari skipa, sem er rökrétt, enda var hann sjómaður alla sína ævi. Þá hefur Tyrion staðið við loforðið og gefið BronnHighgarden, höfuðkastala The Reach. Þar með gerði hann Bronn líklegast að ríkasta manni Westeros og þar sem hann er sérstaklega nískur stenst svo sem að hann hafi verið gerður að yfirmanni fjármála. Bran hafði þó áhyggjur af því að þeir væru ekki komnir með yfirmann hernaðar og njósnameistara. Til hvers í ósköpunum þarf maður sem sér og veit allt njósnameistara? Hann setti sér það markmið að finna Drogon en við fengum því miður ekki að vita hvar hann var niðurkominn. Sem var óþolandi.Þá komum við aftur að Jon. Hann var sendur norður til að ganga aftur til liðs við Næturvaktina, sem er skrítið og sérstaklega með tilliti til þess að hann virðist ekkert hafa gengið til liðs við Næturvaktina. Hann virðist hafa gengið til liðs við Villingana og farið lengra norður til að búa með þeim. Ég viðurkenni að þetta stuðaði mig allt saman. Af hverju að senda Jon norður fyrst Grey Worm og Unsullied voru að fara hvort eð er? Þeir fóru til Naath, heimkynna Missandei og þá líklega til að drepa alla þar, miðað við skapgerð Grey Worm. Til hvers í ósköpunum að halda Næturvaktinni starfandi áfram og af hverju? Bara svo hægt sé að senda nauðgara og yngri syni lávarða norður í rassgat til að drepast úr kulda? Þeir þjóna engum tilgangi lengur. Ef Jon var sendur til Næturvaktarinnar, af hverju fór hann bara norður með Tormund og félögum? Þetta var eitthvað undarlegt.Ghost var þó þarna. Þeir áttu góðan endurfund og Jon sjálfur virtist sáttur. Verð ég þá ekki að vera sáttur líka?Val til bjargar Ég hugsa að það vanti mögulega eina persónu úr bókunum inn í þessi endalok. Hún heitir Val og ku vera súper heit. Þegar Stannis sigraði Villingana og Mance Rayder í orrustunni við Veginn var Val handsömuð. Hún var systir Döllu, sem var kærasta Rayder. Það gerði hana að nokkurs konar hefðarfrú, þó Villingarnir hafi ekki séð hana í því ljósi. Stannis bauðst til þess að af-bastarða Jon, eins og Daenerys gerði við Gendry og Joffrey gerði við Ramsay, og gera honum kleift að giftast Val til að sameina Villingana og norðrið undir stjórn Jon og þar með undir stjórn Stannis. Jon sagði þó nei, eins og eitthvað fífl. Það var þó alltaf einhver spenna á milli þeirra. Hún hótaði meira að segja að gelda Jon, sem er eflaust mjög rómantískt fyrir norðan vegginn. Ef saga Jon endar eins í bókunum kæmi mér ekki á óvart ef hún væri með honum. Ég hefði samt viljað fá stutta klippu sem sýndi okkur að Drogon hefði farið til Jon á endanum og þrjú hundruð árum seinna hefðu tugir afkomenda hans, hver á sínum dreka, flogið til Westeros og lagt allt í rúst þar. #JusticeForJonPunktar og vangaveltur -Það er nokkuð augljóst að það þurfti fleiri en sex þætti til að gera sögunni almennilega skil. Mér finnst ég samt verða að sýna því skilning þegar svona umfangsmiklir þættir eru kláraðir. Þá það sé pirrandi og jafnvel óþolandi á köflum. Já, ég er búinn að sannfæra sjálfan mig enn einu sinni. Fyrir utan allt það sem fór í taugarnar á mér í þessari þáttaröð, og það var margt, þá kveð ég sáttur. -Það væri þó lygi ef ég segðist ekki vera spenntari fyrir bókunum en ég var í síðustu viku. Þar býst ég við því að lokaköflunum verði gerð ítarlegri skil. Ef þær koma einhvern tímann út. -Forsvarsmönnum GOT tókst einhvern veginn að láta drepa Daenerys án allra þeirra átaka sem það hefði líklegast þurft. Dothraki einhvern veginn hurfu bara og Unsullied urðu ekki klikkaðir. -Hvernig vissu Grey Worm og félagar eiginlega að Jon hefði drepið Daenerys? Drogon flaug með hana í burtu. -Hver tekur eiginlega við stjórn Casterly Rock og The Westerlands? Lannisterarnir eru allir dauðir nema Tyrion, held ég. -Jæja. Hvurn fjandann gerum við nú? Við byrjum á því að horfa leikara Game of Thrones kveðja aðdáendur sína. Svo sjáum við til. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 Leikarar GOT fara yfir minningar: „Ég hafði aldrei komið á fallegri stað,“ sagði Harrington um Ísland HBO hefur birt hugljúft myndband þar sem leikarar Game of Thrones rifja upp sín uppáhalds atriði og ræða framleiðsluferlið frá upphafi til enda. 8. apríl 2019 19:42 Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Allt í rugli í Westeros? Hér verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. 7. maí 2019 08:45 Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Ekki jafn mikil ánægja með síðustu þáttaröðina af Game of Thrones Ef eitthvað er að marka einkunnagjöf kvikmynda- og sjónvarpsþáttaáhugamanna á vefnum IMDB er ekki jafn mikil ánægja með fyrstu þættina í áttundu og síðustu þáttaröð ofurvinsælu Game of Thrones og fyrri þætti þáttanna vinsælu. 9. maí 2019 10:51 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vakt okkar er lokið! Hér að neðan verður fjallað um síðasta þátt (snökt) Game of Thrones og líklega ýmislegt annað. Ekki lesa ef þú ert ekki búin að horfa. Hér er viðeigandi lag. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa hérna. Ég er mjög fúll yfir því að Game of Thrones sé búið, held ég, og ég er ekki viss hvað mér finnst um endalokin. Mér fannst persónurnar mínar ekki fá þá enda sem ég óskaði mér, sem er svo sem eðlilegt fyrst við erum að tala um Game of Thrones. Það var ýmislegt annað sem mér fannst ekki halda neinu vatni. Það gerðist allt voðalega hratt í þessum þætti og Daenerys hvarf af taflborðinu án mikilla vandræða. Eins og sagan hennar hefur þróast í þessari þáttaröð, kom ekkert annað til greina í þessari þáttaröð en að Jon myndi ganga frá henni. Ég hefði þó búist við einhverjum látum frá Unnsullied og Dothraki. Það hefur svo sem einkennt þessa þáttaröð og það er augljóst að þættirnir hefðu þurft að vera fleiri en sex til að gera þessu almennilega skil. Ég er þó persónulega á þeirri skoðun að GOT sé enn heimsins besta sjónvarp. Hlaupum fyrst yfir það sem gerðist í þættinum áður en við förum að spá í einhverju sérstöku. Tyrion og Jon virtu eyðilegginguna í King's Landing fyrir sér og Jon lenti næstum því í slag við Grey Worm, sem var kasjúallí að myrða nokkra fanga í nafni drottningar sinnar. Þá fór Jon á fund Daenerys en fyrst þurfti hann að hlusta á ræðu sem hann skildi engan veginn. Í ræðu sinni þakkaði Daenerys hermönnum sínum fyrir að hafa „frelsað“ íbúa King's Landing og hét því að „frelsa“ alla íbúa heimsins. Fyrir þá sem muna ef til vill ekki eftir því, þá „frelsaði“ Daenerys íbúa King‘s Landing með því að drepa þá alla, svo til gott sem, og nefndi hún Winterfell sérstaklega sem stað sem þau þyrftu að „frelsa“.Þá steig Tyrion fram og viðurkenndi að hafa sleppt Jaime. Hann notaði sömuleiðis tækifærið til að segja upp á baller hátt. Fyrir vikið var hann handtekinn og útlit fyrir að hann og Drogon yrðu mjög nánir í náinni framtíð. Fyrst fór Jon þó á fund hans og Tyrion gerði sitt besta til að sannfæra Jon um að Daenerys þyrfti að deyja. Það má ýmislegt segja um persónuþróun Daenerys í þessari þáttaröð en mér fannst Tyrion ná nokkuð vel utan um það af hverju Daenerys var svo sannfærð um eigið ágæti.Þá sagði Tyrion að ást væri sterkari en skynsemi sem fékk Jon til að muna eftir orðum sem maester Aemon (Targaryen) sagði við hann í fyrstu þáttaröð. Aemon var gamli, blindi gaurinn í Næturvaktinni. Hann sagði: „Ástin er dauði skyldunnar“, þegar hann var að útskýra af hverju meðlimir Næturvaktarinnar mættu ekki eignast konur og börn.Tyrion sneri því upp á Jon og sagði að stundum væri skyldan dauði ástarinnar. Honum gekk ekki vel að sannfæra Jon en honum gekk þó eitthvað þegar hann vitnaði í eið Næturvaktarinnar og þá staðreynd að Jon væri skjöldur manna og hefði alltaf reynt að vernda fólk. Það virtist þó ekki virka á Jon og hann sagði Daenerys geta gert það sem henni sýndist. Enda væri hún drottningin. Jon fór því næst á fund Daenerys sem var að virða konungssalinn fyrir sér og hásætið fræga. Þetta atriði svipaði mikið til þess þegar hún sá konungssalinn í sýn fyrir mörgum árum. Kastalinn virtist yfirgefinn, þakið var horfið og fullt af snjó þarna inni. Núna var þó fullt af snjó og ösku í konungssalnum. Það er í rauninni magnað hve mikið lík þessi atriði eru.Þegar Jon kom inn rifjaði hún upp sögu um að Viserys, bróðir hennar, hafði sagt henni um það hve mörg sverð hefði þurft til að búa hásætið til og fannst eins og þau ættu að vera fleiri. Staðreyndin er sú að hásætið er mun minna í þáttunum en það er í bókunum. Petyr Baelish sagðist einu sinni hafa reynt að telja sverðin og komst að þeirri niðurstöður að þau væru ekki einu sinni 200 talsins.Í bókunum notaði Aegon þó í rauninni þúsundir sverða sigraðra óvina sinna til þess að búa hásætið til. GRRM hefur sagt að eitt tiltekið málverk komist næst því að sýna hásæti Aegon The Conqueror eins og hann sjái það fyrir sér. Það er töluvert flottara en það lítur út í þáttunum en í sama mund er ósköp skiljanlegt að forsvarsmenn þáttanna hafi ekki viljað láta búa til tuttugu metra hátt hásæti, því eðillega væri það allt of fyrirferðarmikið.Aftur að þættinum. Manni virtist Jon fara á fund Daenerys, tilbúinn til þess að fylgja henni fram af næsta kletti. Hún sagði þó allt það sem hún átti ekki að segja. „Fokk allir hinir. Við tvö, flökkum um allan heiminn og drepum alla sem á vegi okkar verður. Sko, til að frelsa fólk,“ var nánast það sem hún sagði. Jon vildi ekki sjá það og önnur konan sem hann hefur elskað dó í fangi hans. Að þessu sinni var ekkert barn sem drap hana heldur gerði hann það sjálfur.Þá kom Drogon brjálaður og virtist ætla að drepa Jon. Drekinn var skringilega dramatískur og brenndi þess í stað hásætið. Sem var töff. Því næst tók Drogon Daenerys upp og flaug á brott í austurátt. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvernig Drogon vissi að Daenerys hefði verið drepin en það eru ástæður fyrir því. Þegar Jon og Daenerys flugu saman í byrjun þáttaraðarinnar sagði Jon að það væri eins og Rhaegal hefði vitað hvað Jon vildi gera og hvernig. Það er til marks um einhvers konar þráðlaust samband drekanna og þeirra sem ríða þeim út. Drekinn Dreamfyre var á árum áður læstur inni í Dragonpit þegar „eigandi“ hans, Helaena Targaryen, framdi sjálfsvíg í King‘s Landing. Hann er sagður hafa skynjað þegar hún dó og „eigendur“ dreka eru einnig sagðir hafa fundið fyrir sárum sem drekar hljóta. Eftir að drekar velja sér einhvern til að fara á bak þeirra, leyfa þeir yfirleitt engum öðrum að gera það fyrr en sá sem þeir völdu er dáinn. Það er voða svipað og með úlfa Stark-barnanna. Ef þið munið eftir því þegar Ned Stark drap Lady, úlf Sönsu, þá tjúlluðust hinir úlfarnir sem voru í Winterfell. Þegar Jon var myrtur í Castle Black, tjúllaðist Ghost. Það er einhver hugsanalestur eða slíkt í gangi þarna. Það er samt gaman að vita til þess að Drekarnir eru ekki útdauðir og Drogon gæti fjölgað þeim á nýjan leik, þó það liggi ekki alveg fyrir hvernig fjölgun þeirra virkar, eins og ég kom inn á í þar síðustu viku.Lávarðaráð fárra lávarða Þá kom tímastökk og voru allir helstu lávarðar Westeros, sem eru enn lifandi, komnir saman í Dragonpit. Svo virðist sem að her Norðursins og mögulega aðrir hafi setið um King's Landing. Grey Worm leiddi Tyrion fyrir hópinn í járnum. Tyrion lagði til að þau notuðu tækifærið til að velja nýjan konung eða drottningu. Samwell Tarly hélt áfram að vera Samwell Tarly og lagði til að halda kosningar sem allir fengju að taka þátt í. Það var fyndið og lávarðarnir veltu upp þeim möguleika að leyfa húsdýrum einnig að taka þátt. Að endingu komust lávarðarnir að þeirri niðurstöðu að gera Bran að konungi sex konungsríkja. Hann var mikið til í það sjálfur, sem var eitthvað skrítið. Sansa krafðist þess þó að Norðrið yrði sjálfstætt konungsríki. Þau hefðu tapað of miklu og svo langaði hana augljóslega í kórónu. Það er vissulega skemmtilegt að hafa Bran sem konung og meikar sens að vissu leyti. Hann veit ógeðslega mikið og þekkir söguna og fólk. Þetta er samt eins og að vera með Wikipedia sem konung. Einhvern persónuleikalausan gagnagrunn sem kann gjörsamlega ekkert í mannlegum samskiptum. Þá var gaman að sjá að fólk var sammála um að lávarðar konungsríkjanna myndu velja nýjan konung þegar sá gamli deyr. Það er eflaust einhvers konar lýðræði og býður ekki upp á borgarastyrjaldir og leiðindi í framtíðinni. Sérstaklega með Norðrið sem sjálfstætt konungsríki (Þessi málsgrein er skrifuð í kaldhæðni).Deanerys tókst þó að einhverju leyti að „brjóta hjólið“ með því að breyta kerfinu í Westeros til einhvers tíma. En hverjir voru þetta sem sóttu fundinn? Þarna voru auðvitað Sansa, Bran og Arya, Yara Greyjoy, Samwell og Gendry. Brienne og Davos voru þarna einnig. Við þekkjum þau öll. Þar voru einnig Edmure Tully, bróðir Catelyn Stark, sem hefur komið fram í þáttunum áður. Þá sáum við einnig Robin Arryn sem virðist hafa blómstrað eftir að Littlefinger kastaði Lysu, móður hans, út um tungldyrnar í The Eyrie. Kannski var það brjóstamjólkin sem var að gera hann að svo miklum aumingja á sínum tíma? Hver veit. Við hlið hans sat Yohn Royce, sem hefur fylgt Sönsu undanfarnar þáttaraðir. Hann er einn af æðstu lávörðum Vale en við hlið hans sat ónefndur lávarður. Þeir voru nokkrir. Einn slíkur sat við hlið Gendry og annar við hlið Yöru. Þeir voru út um allt og við fengum engar upplýsingar um hverjir þeir voru. Hinu megin við Yöru sat nýr prins Dorne en hann fékk ekki að segja neitt.Hvernig fór Gendry að þessu? Mér fannst eitthvað æðislega fyndið við það að Gendry hafi í raun fengið að taka yfir stjórn Stormlands, sem var sterklega gefið í skyn með veru hans á fundinum. Hvernig í ósköpunum á það að hafa gengið fyrir sig? Gekk hann að hliði Storms End, kastala Baratheon fjölskyldunnar, bankaði þar og sagði: „Hæ. Ég er Gendry. Morðóð kona sem var drottning í fimm mínútur sagði að ég ætti að stjórna hér. Hleypið mér inn. Hver sem stjórnar kastalanum núna þarf að flytja.“ Hann var með nákvæmlega ekkert bakland og það eina sem hann hafði var eitthvað sem Daenerys sagði í einhverju partíi hinu megin í heimsálfunni. Nema einhver hafi skrifað eitthvað bréf fyrir hann, en ef ég hefði verið lávarður Storms End og einhver drullusokkur sem ég þekkti ekki kæmi askvaðandi að og skipaði mér að fara, myndi ég fylla hann af örvum. Það er þó bara ég. Tyrion var gert að verða hægri maður Bran en Grey Worm vildi ekki sætta sig við annað en að Jon yrði refsað á einhvern hátt fyrir að myrða Daenerys. Sú refsing fól einhverra hluta vegna í sér að senda Jon aftur til Næturvaktarinnar. Hann fær ekki að stofna eigin ætt eða halda Targaryen ættinni áfram, sem er pirrandi. Sansa er bara verst. Algjörlega verst. Út af hennar eigin græðgi setti hún þetta ferli af stað sem leiddi til þess að Jon greyið þurfti að fara í útlegð á meðan hún fær að vera drottning. Hann hefði átt að henda henni í sjóinn.Arya sagðist ætla að fara í vesturátt. Því þar endi öll kortin og hún vill vita hvað megi finna þar. Hún hefði reyndar bara getað snúið sér í um það bil 90-110 gráður til vinstri og spurt bróður sinn, sem VEIT ALLT! Í enda þáttarins var hún einmitt á leiðinni með eigin skip og áhöfn. Efni í nýja þáttaröð? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem fram kemur að Ayra vilji fara til vesturs. Hún gerði það í þáttaröð sex. Þá spurði hún leikkonu sem hét Lady Crane að því hvað væri vestur af Westeros. Eftir að Arya sagði nákvæmlega sömu orð og hún sagði við Jon, sagði leikkonan mögulegt að þar mætti finna endamörk heimsins. Arya svaraði um hæl og sagðist langa að sjá það.En þá er spurningin, hvað gæti Arya fundið í vestrinu? Stutta svarið er: Það veit enginn. Lengra svarið er: Fyrir mörgum mörgum árum var ein kona sem sigldi í vestur. Hún hét Elissa Farman, eða Alys Westhill, og fæddist á Fair Isle. Þar lærði hún siglingar og elskaði ekkert meira. Þegar pabbi hennar var sífellt að reyna að gifta hana einhverjum drullusokkum flúði hún til vinkonu sinnar og prinsessunnar Rhaena Targaryen. Það eru svolítil líkindi með henni og Ayru. Báðar langt frá því að vera hefðbundnar hefðafrúr. Eftir ýmiss vandræði stal hún þremur drekaeggjum af Targaryen ættinni, undan drekanum Draemfyre, og seldi þau í Braavos. Peningana notaði hún til að smíða skipið Sun Chaser og þá með það markmið í huga að nota það til að sigla yfir The Sunset Sea, sem er hafið vestur af Westeros. Á endanum lagði hún af stað á Sun Chaser með tvö önnur skip með í för. Einungis eitt þeirra skipa sneri aftur. Skipstjóri þess var Ser Eustace og sagði hann frá því að þau hefðu fundið þrjár eyjar í suð-suðvestur af Westeros og nefndu þau eyjarnar Aegon, Rhaenys og Visenya, eftir Aegon The Conqueror og systrum/eignkonum hans. Ser Norman, bróðir Ser Eustace hafði farist í óveðri en Elissa ákvað að halda áfram í vesturátt. Eustace sneri aftur. Mörgum árum seinna taldi skipstjórinn Corlys Velaryon sig hafa séð Sun Chaser í Asshai, sem er til marks um það að Elissa hafi náð til Essos með því að sigla til vesturs frá Westeros. Það hefur þó aldrei verið staðfest og verður það líklega aldrei.Lifir Stark-ættin í Sönsu? Sansa varð drottning í Norðrinu. Þar mun hún búa alla sína ævi og bla bla bla. Það skiptir ekki máli og við fengum hvort eð er ekkert að sjá nema það að hún hafi verið krýnd. Það sem skiptir máli er hvað verður um Stark-nafnið? Bran getur ekki eignast börn, Jon má það ekki og Arya mun aldrei snúa aftur. Þá er þetta á herðum Sönsu. Nú er ég ekki sérfræðingur í barneignum, en myndu börn hennar ekki taka nafn föður þeirra? Sem myndi þá þýða að Stark ættin heyrði í raun sögunni til. Nema hún myndi skíra börnin, til dæmis, Jon Bolton-Stark eins og allir eru að gera úti í heimi í dag. Það myndi meika sens. Ég er í ruglinu og þetta kemur engu við. Hún er drottning og getur gert það sem henni sýnist. Karlinn hennar mun taka nafn hennar og hananú.Af hverju þarf Bran njósnameistara? Fyrsti fundur smáráðsins var haldinn í endurbyggðri King's Landing. Það var eitthvað. Brienne var Lord Commander konungsvarðanna og Podrick, sem var orðinn riddari, var enn við hlið hennar. Það var skemmtilegt og sömuleiðis ljúft að sjá hana fylla út sögu Jaime. Samwell var Grandmaester, sem er sérstakur maester konungsins, eins og Pycelle var. Það er algjört djöfulsins kjaftæði. Hann átti konu og krakka síðast þegar ég vissi og var síðasti meðlimur fjölskyldu sinnar. Hann var til dæmis staddur á lávarðaráðinu í nafni Tarly-fjölskyldunnar.Maesterar mega ekki eiga konur né börn. Þeir þurfa að taka skírlífseið og kasta frá sér nafni sínu og titlum. Þetta myndi Samwell aldrei gera Gilly og krökkunum. Þar að auki þoldi hann ekki Maester-regluna. Það sauð á mér þegar ég sá þetta því þetta heldur ekki vatni. Davos var orðinn meistari skipa, sem er rökrétt, enda var hann sjómaður alla sína ævi. Þá hefur Tyrion staðið við loforðið og gefið BronnHighgarden, höfuðkastala The Reach. Þar með gerði hann Bronn líklegast að ríkasta manni Westeros og þar sem hann er sérstaklega nískur stenst svo sem að hann hafi verið gerður að yfirmanni fjármála. Bran hafði þó áhyggjur af því að þeir væru ekki komnir með yfirmann hernaðar og njósnameistara. Til hvers í ósköpunum þarf maður sem sér og veit allt njósnameistara? Hann setti sér það markmið að finna Drogon en við fengum því miður ekki að vita hvar hann var niðurkominn. Sem var óþolandi.Þá komum við aftur að Jon. Hann var sendur norður til að ganga aftur til liðs við Næturvaktina, sem er skrítið og sérstaklega með tilliti til þess að hann virðist ekkert hafa gengið til liðs við Næturvaktina. Hann virðist hafa gengið til liðs við Villingana og farið lengra norður til að búa með þeim. Ég viðurkenni að þetta stuðaði mig allt saman. Af hverju að senda Jon norður fyrst Grey Worm og Unsullied voru að fara hvort eð er? Þeir fóru til Naath, heimkynna Missandei og þá líklega til að drepa alla þar, miðað við skapgerð Grey Worm. Til hvers í ósköpunum að halda Næturvaktinni starfandi áfram og af hverju? Bara svo hægt sé að senda nauðgara og yngri syni lávarða norður í rassgat til að drepast úr kulda? Þeir þjóna engum tilgangi lengur. Ef Jon var sendur til Næturvaktarinnar, af hverju fór hann bara norður með Tormund og félögum? Þetta var eitthvað undarlegt.Ghost var þó þarna. Þeir áttu góðan endurfund og Jon sjálfur virtist sáttur. Verð ég þá ekki að vera sáttur líka?Val til bjargar Ég hugsa að það vanti mögulega eina persónu úr bókunum inn í þessi endalok. Hún heitir Val og ku vera súper heit. Þegar Stannis sigraði Villingana og Mance Rayder í orrustunni við Veginn var Val handsömuð. Hún var systir Döllu, sem var kærasta Rayder. Það gerði hana að nokkurs konar hefðarfrú, þó Villingarnir hafi ekki séð hana í því ljósi. Stannis bauðst til þess að af-bastarða Jon, eins og Daenerys gerði við Gendry og Joffrey gerði við Ramsay, og gera honum kleift að giftast Val til að sameina Villingana og norðrið undir stjórn Jon og þar með undir stjórn Stannis. Jon sagði þó nei, eins og eitthvað fífl. Það var þó alltaf einhver spenna á milli þeirra. Hún hótaði meira að segja að gelda Jon, sem er eflaust mjög rómantískt fyrir norðan vegginn. Ef saga Jon endar eins í bókunum kæmi mér ekki á óvart ef hún væri með honum. Ég hefði samt viljað fá stutta klippu sem sýndi okkur að Drogon hefði farið til Jon á endanum og þrjú hundruð árum seinna hefðu tugir afkomenda hans, hver á sínum dreka, flogið til Westeros og lagt allt í rúst þar. #JusticeForJonPunktar og vangaveltur -Það er nokkuð augljóst að það þurfti fleiri en sex þætti til að gera sögunni almennilega skil. Mér finnst ég samt verða að sýna því skilning þegar svona umfangsmiklir þættir eru kláraðir. Þá það sé pirrandi og jafnvel óþolandi á köflum. Já, ég er búinn að sannfæra sjálfan mig enn einu sinni. Fyrir utan allt það sem fór í taugarnar á mér í þessari þáttaröð, og það var margt, þá kveð ég sáttur. -Það væri þó lygi ef ég segðist ekki vera spenntari fyrir bókunum en ég var í síðustu viku. Þar býst ég við því að lokaköflunum verði gerð ítarlegri skil. Ef þær koma einhvern tímann út. -Forsvarsmönnum GOT tókst einhvern veginn að láta drepa Daenerys án allra þeirra átaka sem það hefði líklegast þurft. Dothraki einhvern veginn hurfu bara og Unsullied urðu ekki klikkaðir. -Hvernig vissu Grey Worm og félagar eiginlega að Jon hefði drepið Daenerys? Drogon flaug með hana í burtu. -Hver tekur eiginlega við stjórn Casterly Rock og The Westerlands? Lannisterarnir eru allir dauðir nema Tyrion, held ég. -Jæja. Hvurn fjandann gerum við nú? Við byrjum á því að horfa leikara Game of Thrones kveðja aðdáendur sína. Svo sjáum við til.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 Leikarar GOT fara yfir minningar: „Ég hafði aldrei komið á fallegri stað,“ sagði Harrington um Ísland HBO hefur birt hugljúft myndband þar sem leikarar Game of Thrones rifja upp sín uppáhalds atriði og ræða framleiðsluferlið frá upphafi til enda. 8. apríl 2019 19:42 Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Allt í rugli í Westeros? Hér verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. 7. maí 2019 08:45 Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Ekki jafn mikil ánægja með síðustu þáttaröðina af Game of Thrones Ef eitthvað er að marka einkunnagjöf kvikmynda- og sjónvarpsþáttaáhugamanna á vefnum IMDB er ekki jafn mikil ánægja með fyrstu þættina í áttundu og síðustu þáttaröð ofurvinsælu Game of Thrones og fyrri þætti þáttanna vinsælu. 9. maí 2019 10:51 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45
Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30
Leikarar GOT fara yfir minningar: „Ég hafði aldrei komið á fallegri stað,“ sagði Harrington um Ísland HBO hefur birt hugljúft myndband þar sem leikarar Game of Thrones rifja upp sín uppáhalds atriði og ræða framleiðsluferlið frá upphafi til enda. 8. apríl 2019 19:42
Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Allt í rugli í Westeros? Hér verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. 7. maí 2019 08:45
Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45
Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45
Ekki jafn mikil ánægja með síðustu þáttaröðina af Game of Thrones Ef eitthvað er að marka einkunnagjöf kvikmynda- og sjónvarpsþáttaáhugamanna á vefnum IMDB er ekki jafn mikil ánægja með fyrstu þættina í áttundu og síðustu þáttaröð ofurvinsælu Game of Thrones og fyrri þætti þáttanna vinsælu. 9. maí 2019 10:51