Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 13:00 Murad 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva þá staðalímyndir. Hljómsveitin Hatari mun á næstu dögum gefa út lag sem var unnið með Bashar Murad, palestínskum hinsegin popplistamanni. Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Á meðan Eurovision stóð yfir í Tel Aviv var Murad einn þeirra sem stóð að Globalvision, tónlistarviðburði sem var haldið til höfuðs Eurovision og fór fram á sama tíma. Viðburðir á vegum Globalvision voru haldnir í Betlehem, Lundúnum, Haifa og Dyflinni. Bæði Hatari og Murad hafa birt þrjár myndir af Palestínska fánanum á Instagram með þeim skilaboðum að eitthvað sé í vændum.Hatari X Bashar Murad pic.twitter.com/YMZcgFdGh7 — Bashar Murad (@BasharMusic) May 20, 2019 Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði.Murad segist ekki kæra sig um að hernámið sé réttlætt á þeim grundvelli að víða sé pottur brotinn í Palestínu er varðar réttindi hinsegin fólks.„Við búum hérna og við lifum alveg af,“ segir Murad um hinsegin fólk í Palestínu og segir að vissulega séu ekki allir Palestínumenn sem sýni hinsegin fólki skilning en bætir við að öfgasinnar vaði uppi í öllum heimshlutum. „Það er samkynhneigt fólk í Palestínu – í Jerúsalem, Ramallah eins og á öðrum stöðum – við förum út og hittumst og tilheyrum samfélagi“. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hljómsveitin Hatari mun á næstu dögum gefa út lag sem var unnið með Bashar Murad, palestínskum hinsegin popplistamanni. Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Á meðan Eurovision stóð yfir í Tel Aviv var Murad einn þeirra sem stóð að Globalvision, tónlistarviðburði sem var haldið til höfuðs Eurovision og fór fram á sama tíma. Viðburðir á vegum Globalvision voru haldnir í Betlehem, Lundúnum, Haifa og Dyflinni. Bæði Hatari og Murad hafa birt þrjár myndir af Palestínska fánanum á Instagram með þeim skilaboðum að eitthvað sé í vændum.Hatari X Bashar Murad pic.twitter.com/YMZcgFdGh7 — Bashar Murad (@BasharMusic) May 20, 2019 Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði.Murad segist ekki kæra sig um að hernámið sé réttlætt á þeim grundvelli að víða sé pottur brotinn í Palestínu er varðar réttindi hinsegin fólks.„Við búum hérna og við lifum alveg af,“ segir Murad um hinsegin fólk í Palestínu og segir að vissulega séu ekki allir Palestínumenn sem sýni hinsegin fólki skilning en bætir við að öfgasinnar vaði uppi í öllum heimshlutum. „Það er samkynhneigt fólk í Palestínu – í Jerúsalem, Ramallah eins og á öðrum stöðum – við förum út og hittumst og tilheyrum samfélagi“.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45