Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 10:00 Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari við síðasta vöfflujárn embættisins. Vísir/Egill Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara. Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara.
Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira