Marel stefnir á skráningu í Hollandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 06:15 Höfuðstöðvar Marel á Íslandi. Vísir/EPA Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hlut, sem samsvara um 15 prósent af útgefnu hlutafé. Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Marel þar sem haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra félagsins, að þetta sé stór dagur. „Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni. „Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12 prósent árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Marel kannast ágætlega við sig í Hollandi, en félagið hefur lengi rekið verksmiðjur í Boxmeer þar í landi. Með skráningunni vonast Marel jafnframt til þess að sýnileiki félagsins aukist, sem og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir „í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Sem fyrr segir er Marel stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina hérlendis. Hluthafar þess eru um 2500 talsins og nemur stærð Marel um 36 prósent af markaðsverðmæti allra skráðra félaga í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. „Tvíhliða skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam er því eðlilegt næsta skref í frekari framþróun og vaxtarstefnu félagsins,“ eins og segir í fyrrnefndri tilkynningu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, hafði áður greint frá þessum fyrirætlunum á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Haft er eftir henni í tilkynningunni útboðið á nýju hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins, auk þess sem alþjóðlegur gjaldmiðill muni auðvelda þeim að framfylgja „metnaðarfullri vaxtarstefnu“ Marels. Tengdar fréttir Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30 Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00 Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hlut, sem samsvara um 15 prósent af útgefnu hlutafé. Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Marel þar sem haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra félagsins, að þetta sé stór dagur. „Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni. „Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12 prósent árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Marel kannast ágætlega við sig í Hollandi, en félagið hefur lengi rekið verksmiðjur í Boxmeer þar í landi. Með skráningunni vonast Marel jafnframt til þess að sýnileiki félagsins aukist, sem og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir „í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Sem fyrr segir er Marel stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina hérlendis. Hluthafar þess eru um 2500 talsins og nemur stærð Marel um 36 prósent af markaðsverðmæti allra skráðra félaga í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. „Tvíhliða skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam er því eðlilegt næsta skref í frekari framþróun og vaxtarstefnu félagsins,“ eins og segir í fyrrnefndri tilkynningu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, hafði áður greint frá þessum fyrirætlunum á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Haft er eftir henni í tilkynningunni útboðið á nýju hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins, auk þess sem alþjóðlegur gjaldmiðill muni auðvelda þeim að framfylgja „metnaðarfullri vaxtarstefnu“ Marels.
Tengdar fréttir Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30 Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00 Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30
Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00
Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45