Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 23:30 Abu Bakr al-Baghdadi sést hér í einu áróðursmyndbanda ISIS. Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak. Írak Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak.
Írak Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira