Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 23:30 Abu Bakr al-Baghdadi sést hér í einu áróðursmyndbanda ISIS. Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak. Írak Sýrland Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira
Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak.
Írak Sýrland Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira