Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari. Vísir/Getty
Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, hélt blaðamannafund í dag ásamt aðstoðarmanni sínum Frey Alexanderssyni. Þar fóru þeir yfir valið á landsliðshópnum fyrir leiki við Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, hélt blaðamannafund í dag ásamt aðstoðarmanni sínum Frey Alexanderssyni. Þar fóru þeir yfir valið á landsliðshópnum fyrir leiki við Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Erik Hamrén valdi 25 manna hóp og þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson og Emil Hallfreðsson komu allir inn í hópinn. Hann varð spurður út í valið á Kolbeini, endurkomu Emils og stöðuna á Kolbeini á þessum fundi svo eitthvað sé nefnt.

Freyr Alexandersson fór líka vel yfir andstæðinga íslenska liðsins í þessum tveimur mikilvægu landsleikjum.

Ísland mætir Albaníu og Tyrklandi á Laugardalsvelli nú í júní en um gríðarlega mikilvæga leiki er að ræða í undankeppni EM 2020.

Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundinum í Laugardalnum og má sjá þessa útsendingu og textalýsingu blaðamanns Vísis hér fyrir neðan.





 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×