Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 18:04 Sylvester Stallone sem John Rambo. YouTube Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari. Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans. Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir. Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari. Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans. Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir. Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira