Heimili undirlögð blómum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 30. maí 2019 08:00 Vinkonurnar Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir stofnuðu Pastel blómastúdíó undir lok síðasta árs. Fréttablaðið/Anton Brink Stöllurnar Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir létu langþráðan draum rætast í lok síðasta árs og stofnuðu Pastel blómastúdíó. Þær höfðu lengi rætt það sín á milli að stofna blómabúð. Báðar höfðu þær mikinn áhuga á blómum og segjast báðar reyna að framkalla það listræna í blómaskreytingum. „Við höfðum oft áður rætt um sameiginlegan draum um að opna blómabúð en það hafði aldrei náð lengra en spjall yfir drykk. Þegar við sáum að blómaskreytir sem við vorum báðar að fylgja á Instagram var að auglýsa nokkur laus sæti á námskeiði hjá sér í Kaupmannahöfn ákváðum við að slá til og skelltum okkur upp í flugvél. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Sigrún.Sigrún segir marga fallegustu blómvendina hafa orðið til þegar þær treystu á innsæið og slepptu hugarmyndafluginu lausu.Þær höfðu lengi haft mikinn áhuga á blómum og samsetningum. „Okkur langaði til að gera eitthvað öðruvísi en þessar hefðbundnu samsetningar. Á námskeiðinu í Kaupmannahöfn var ekki unnið eftir ströngum reglum og við sáum að það væri hægt að gera svo margt annað með blóm en að vera með hefðbundna blómabúð,“ segir Elín. Sigrún segir stóran part af áhuga þeirra á blómum að finna útrás fyrir sköpun. „Allir litirnir og áferðirnar. Margir fallegustu blómvendirnir okkar hafa orðið til þegar við erum ekki að reyna að gera eitthvað sérstakt heldur bara treystum á okkur sjálfar og innsæið,“ bætir hún við.Sigrún og Elín nota bæði þurrkuð og fersk blóm í blómvendina sína.Sigrún segir þær fyrst hafa fengið almennilega reynslu af þurrkuðum blómum á námskeiðinu í Kaupmannahöfn. „Þau eru mikið í tísku akkúrat núna. Þegar við vorum að byrja að prófa okkur áfram sjálfar þurrkuðum við þau sjálf og spreiuðum svo í öllum regnbogans litum. En núna er nóg að gera svo við erum farnar að kaupa blóm að utan líka. Við notum líka fersk blóm en eins og er höfum við bara verið með þau þegar um stærri verkefni er að ræða,“ segir Sigrún. Viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Fólk virðist taka vel í að brjóta aðeins upp þetta hefðbundna form. Við höfum fengið verkefni sem við hefðum ekki einu sinni látið okkur dreyma um fyrir örfáum mánuðum,“ segir Elín En hvaða verkefnum eruð þið að vinna að núna? „Eins og er erum við erum að selja þurrkuðu vendina okkar í versluninni Norr11 á Hverfisgötu 18A og svo eru alltaf einhver ný og spennandi verkefni á borðinu. Við erum líka sjálfar með endalausar hugmyndir sem okkur langar til að framkvæma,“ svarar Sigrún. Þær segja öll verkefnin sem þær hafi tekið sér fyrir hendur verið skemmtileg. „Við vinnum ólíkt fyrir hvern og einn viðskiptavin. Við tökum að okkur skreytingar fyrir veislur, brúðkaup og aðra viðburði og líka stærri innsetningar, erum algjörlega til í að skoða allt,“ segir Sigrún.Elín segir þær hafa áttað sig á að margt sé hægt að gera annað með blóm en að vera með hefðbundna blómabúð.Elín segir þær vera með með mjög líkan stíl en koma báðar með ólíkar hugmyndir og þeim takist mjög vel að vinna saman. Þær segja þetta vera stúdíó í bili en ekki búð þar sem þær vinni vendina á heimilum sínum. „Þetta eru bara tvö heimili í austur- og vesturbæ Reykjavíkur lögð undir starfsemina. Við erum að leita okkur að hentugra rými til að geta unnið og tekið á móti viðskiptavinum. En maður kvartar ekki yfir því að vera með íbúð undirlagða blómum,“ svarar Sigrún hlæjandi. En hvaðan kemur nafnið Pastel? „Okkur finnst Pastel tengjast sköpun og litagleði,“ svarar Elín glaðlega að lokum.Vinkonurnar fóru saman á námskeið í blómaskreytingum í Kaupmannahöfn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Stöllurnar Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir létu langþráðan draum rætast í lok síðasta árs og stofnuðu Pastel blómastúdíó. Þær höfðu lengi rætt það sín á milli að stofna blómabúð. Báðar höfðu þær mikinn áhuga á blómum og segjast báðar reyna að framkalla það listræna í blómaskreytingum. „Við höfðum oft áður rætt um sameiginlegan draum um að opna blómabúð en það hafði aldrei náð lengra en spjall yfir drykk. Þegar við sáum að blómaskreytir sem við vorum báðar að fylgja á Instagram var að auglýsa nokkur laus sæti á námskeiði hjá sér í Kaupmannahöfn ákváðum við að slá til og skelltum okkur upp í flugvél. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Sigrún.Sigrún segir marga fallegustu blómvendina hafa orðið til þegar þær treystu á innsæið og slepptu hugarmyndafluginu lausu.Þær höfðu lengi haft mikinn áhuga á blómum og samsetningum. „Okkur langaði til að gera eitthvað öðruvísi en þessar hefðbundnu samsetningar. Á námskeiðinu í Kaupmannahöfn var ekki unnið eftir ströngum reglum og við sáum að það væri hægt að gera svo margt annað með blóm en að vera með hefðbundna blómabúð,“ segir Elín. Sigrún segir stóran part af áhuga þeirra á blómum að finna útrás fyrir sköpun. „Allir litirnir og áferðirnar. Margir fallegustu blómvendirnir okkar hafa orðið til þegar við erum ekki að reyna að gera eitthvað sérstakt heldur bara treystum á okkur sjálfar og innsæið,“ bætir hún við.Sigrún og Elín nota bæði þurrkuð og fersk blóm í blómvendina sína.Sigrún segir þær fyrst hafa fengið almennilega reynslu af þurrkuðum blómum á námskeiðinu í Kaupmannahöfn. „Þau eru mikið í tísku akkúrat núna. Þegar við vorum að byrja að prófa okkur áfram sjálfar þurrkuðum við þau sjálf og spreiuðum svo í öllum regnbogans litum. En núna er nóg að gera svo við erum farnar að kaupa blóm að utan líka. Við notum líka fersk blóm en eins og er höfum við bara verið með þau þegar um stærri verkefni er að ræða,“ segir Sigrún. Viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Fólk virðist taka vel í að brjóta aðeins upp þetta hefðbundna form. Við höfum fengið verkefni sem við hefðum ekki einu sinni látið okkur dreyma um fyrir örfáum mánuðum,“ segir Elín En hvaða verkefnum eruð þið að vinna að núna? „Eins og er erum við erum að selja þurrkuðu vendina okkar í versluninni Norr11 á Hverfisgötu 18A og svo eru alltaf einhver ný og spennandi verkefni á borðinu. Við erum líka sjálfar með endalausar hugmyndir sem okkur langar til að framkvæma,“ svarar Sigrún. Þær segja öll verkefnin sem þær hafi tekið sér fyrir hendur verið skemmtileg. „Við vinnum ólíkt fyrir hvern og einn viðskiptavin. Við tökum að okkur skreytingar fyrir veislur, brúðkaup og aðra viðburði og líka stærri innsetningar, erum algjörlega til í að skoða allt,“ segir Sigrún.Elín segir þær hafa áttað sig á að margt sé hægt að gera annað með blóm en að vera með hefðbundna blómabúð.Elín segir þær vera með með mjög líkan stíl en koma báðar með ólíkar hugmyndir og þeim takist mjög vel að vinna saman. Þær segja þetta vera stúdíó í bili en ekki búð þar sem þær vinni vendina á heimilum sínum. „Þetta eru bara tvö heimili í austur- og vesturbæ Reykjavíkur lögð undir starfsemina. Við erum að leita okkur að hentugra rými til að geta unnið og tekið á móti viðskiptavinum. En maður kvartar ekki yfir því að vera með íbúð undirlagða blómum,“ svarar Sigrún hlæjandi. En hvaðan kemur nafnið Pastel? „Okkur finnst Pastel tengjast sköpun og litagleði,“ svarar Elín glaðlega að lokum.Vinkonurnar fóru saman á námskeið í blómaskreytingum í Kaupmannahöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira