Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 15:50 Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní. Getty/EPA Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke. Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43