Hart sótt að Gove vegna kókaínneyslu: Telur sig heppinn að hafa ekki endað í fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 13:56 Michael Gove á leið í hlaupatúr frá heimili sínu skömmu eftir að hann tilkynnt að hann vildi verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Vísir/Getty Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út. Bretland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út.
Bretland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira