Jóhann Berg: Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir og þreyttir Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:32 Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00