Pelosi vill sjá Trump á bak við lás og slá Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 12:27 Pelosi reynir enn að halda aftur af flokkssystkinum sínum sem vilja ólm kæra Trump forseta fyrir embættisbrot. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30