Sumarspá Siggu Kling – Hrúturinn: Búinn að koma þér í svolitla klemmu út af aðstæðum Sigga Kling skrifar 7. júní 2019 09:00 Elsku Hrúturinn minn, þú ert með svo stuttan þráð og svo skelegg persóna sem vilt bara drífa hlutina af og í þessum ham geturðu tekið rangar ákvarðanir og lent í vandræðum, en eins fljótt og það getur gerst vipparðu þér útúr þeim því þú ert jafn snöggur til að leita sátta og nennir engu veseni. Það er ógjörningur að temja þig og ef aðrir halda þeir hafi þig í vasanum þá vaða þeir í villu og svíma. Þú færð svo mikinn kraft þegar þú finnur þér markmið, þarft að vera í fjölbreyttri vinnu og ráða tíma þínum sjálfur, því þá verður þú eins og elding og færð þann einstaka kraft að efla sjálfan þig og aðra til dáða. Í sumar nærðu mestum árangri í því að nota lipurð, elskulegheit og að gefa eftir, í því felst friður þinn og frelsi. Ekki vera of hreinskilinn, það getur verið svo hundleiðinlegt, svo ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu bara þegja, þessi setning var skrifuð á vegg hjá fyrirtæki hér í bæ og nafn mitt undir. Þó þú vitir hvað er rétt skaltu frekar bíða með að segja það, því rétti tíminn er ekki núna. Þú ert búinn að koma þér í svolitla klemmu út af aðstæðum, en alveg eins og hendi væri veifað muntu koma þér á rétta braut. Þetta sumar verður svo sannarlega til þess að sýna þér hvað skiptir helstu máli, og þú munt sópa út og hreinsa til í kringum þig, og raða lífinu upp á nýtt. Það gæti orðið mikið uppgjör hjá þér sem verður partur af hreinsuninni sem hófst fyrir tveimur mánuðum og þú verður svo sannarlega ánægður að hafa látið til skarar skríða. Þú mátt gera miklar kröfur í ástinni, því þér leiðist svo meðalmennskan og elskar ævintýri, svo þú skalt reyna að sameina ástina og ævintýrin og þá verður útkoman töfrum líkast. Kossar og knús, Sigga Kling.Hrútur 22. mars - 19. aprílHera Björk Þórhallsdóttir söngkona, 29. mars Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl Anna Svava Knútsdóttir leikkona, 31. mars Elton John söngvari, 25. mars Salka Sól , 18. apríl Berglind Pétursdóttir festival, 2. apríl Bríet Ísis, tónlistarkona, 22. mars Lady Gaga, söng- og leikkona, 28. mars Aretha Franklin, söngkona, 25. mars Victoria Beckham, kryddpía, 17. apríl Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn, þú ert með svo stuttan þráð og svo skelegg persóna sem vilt bara drífa hlutina af og í þessum ham geturðu tekið rangar ákvarðanir og lent í vandræðum, en eins fljótt og það getur gerst vipparðu þér útúr þeim því þú ert jafn snöggur til að leita sátta og nennir engu veseni. Það er ógjörningur að temja þig og ef aðrir halda þeir hafi þig í vasanum þá vaða þeir í villu og svíma. Þú færð svo mikinn kraft þegar þú finnur þér markmið, þarft að vera í fjölbreyttri vinnu og ráða tíma þínum sjálfur, því þá verður þú eins og elding og færð þann einstaka kraft að efla sjálfan þig og aðra til dáða. Í sumar nærðu mestum árangri í því að nota lipurð, elskulegheit og að gefa eftir, í því felst friður þinn og frelsi. Ekki vera of hreinskilinn, það getur verið svo hundleiðinlegt, svo ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu bara þegja, þessi setning var skrifuð á vegg hjá fyrirtæki hér í bæ og nafn mitt undir. Þó þú vitir hvað er rétt skaltu frekar bíða með að segja það, því rétti tíminn er ekki núna. Þú ert búinn að koma þér í svolitla klemmu út af aðstæðum, en alveg eins og hendi væri veifað muntu koma þér á rétta braut. Þetta sumar verður svo sannarlega til þess að sýna þér hvað skiptir helstu máli, og þú munt sópa út og hreinsa til í kringum þig, og raða lífinu upp á nýtt. Það gæti orðið mikið uppgjör hjá þér sem verður partur af hreinsuninni sem hófst fyrir tveimur mánuðum og þú verður svo sannarlega ánægður að hafa látið til skarar skríða. Þú mátt gera miklar kröfur í ástinni, því þér leiðist svo meðalmennskan og elskar ævintýri, svo þú skalt reyna að sameina ástina og ævintýrin og þá verður útkoman töfrum líkast. Kossar og knús, Sigga Kling.Hrútur 22. mars - 19. aprílHera Björk Þórhallsdóttir söngkona, 29. mars Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl Anna Svava Knútsdóttir leikkona, 31. mars Elton John söngvari, 25. mars Salka Sól , 18. apríl Berglind Pétursdóttir festival, 2. apríl Bríet Ísis, tónlistarkona, 22. mars Lady Gaga, söng- og leikkona, 28. mars Aretha Franklin, söngkona, 25. mars Victoria Beckham, kryddpía, 17. apríl Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira