Sumarspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Þú hefur í það minnsta níu líf Sigga Kling skrifar 7. júní 2019 09:00 Elsku Vatnsberinn minn, það eru svo margir kóngar og drottningar í þessu merki og öll eigið þið ykkar eigið konungsríki, það eru í raun engin vandamál hjá þér nema þau sem þú hefur búið til sjálfur. Fáðu fólk úr þínu konungríki til að aðstoða þig, því það vilja allir hjálpa þér. Ef þú hefur þá tilfinningu þú hafir misst máttinn og getir ekki meira, þá er það bara tilfinning, ekki staðreynd. Þú hefur í það minnsta níu líf og lendir alltaf á löppunum og græjar málin, keyrum lífið í gang er mottóið þitt fyrir sumarið og þú magnar upp óvenjulegustu aðstæður. Það er búin að vera töluvert mikil ókyrrð í kringum þig í lífsfluginu þínu og þó þú hafir þurft að spenna beltin, þá gerir það ekkert til, því ósigrar hafa tilhneigingu til að breytast í sigra og þetta reddast á besta veg því kraftur þinn og styrkur snýst um gæsku og sveigjanleika. Í ástinni þráirðu að upplifa andlegan samruna, svo lauslæti fer þér ekki á neinn hátt því sálufélaginn er á leiðinni, en ef þú hefur partner skaltu blessa það og byggja. Það er svo mikilvægt fyrir þig að hafa ákveðið frelsi svo það verður aldrei hægt að halda þér í neinu búri því þá dofnarðu og deyrð tilfinningalega. Það er allt í lagi að vera svolítið „óþekkur“, leyfa þér að flippa og gera hlutina á þinn hátt, en ekki treysta hverjum sem er fyrir þínum leyndarmálum því þá eru þau ekki lengur leyndarmál. Þú átt eftir að sjá í sumar hversu einstaklega heppin persóna þú ert, verður svo oft á réttum stað á réttum tíma, svo blessaðu ævintýrin og einblíndu minna á framabrautina. Þú átt eftir að láta ljós þitt skína hvort sem þú vilt það eða ekki og það er gott því þú hefur þau áhrif á persónur í kringum þig að þeim finnast þeir vera einstakir í sinni röð, svo haltu því áfram af fullum krafti, því þinn er mátturinn og dýrðin. Kossar og knús, Sigga Kling.Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúarLaddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn, það eru svo margir kóngar og drottningar í þessu merki og öll eigið þið ykkar eigið konungsríki, það eru í raun engin vandamál hjá þér nema þau sem þú hefur búið til sjálfur. Fáðu fólk úr þínu konungríki til að aðstoða þig, því það vilja allir hjálpa þér. Ef þú hefur þá tilfinningu þú hafir misst máttinn og getir ekki meira, þá er það bara tilfinning, ekki staðreynd. Þú hefur í það minnsta níu líf og lendir alltaf á löppunum og græjar málin, keyrum lífið í gang er mottóið þitt fyrir sumarið og þú magnar upp óvenjulegustu aðstæður. Það er búin að vera töluvert mikil ókyrrð í kringum þig í lífsfluginu þínu og þó þú hafir þurft að spenna beltin, þá gerir það ekkert til, því ósigrar hafa tilhneigingu til að breytast í sigra og þetta reddast á besta veg því kraftur þinn og styrkur snýst um gæsku og sveigjanleika. Í ástinni þráirðu að upplifa andlegan samruna, svo lauslæti fer þér ekki á neinn hátt því sálufélaginn er á leiðinni, en ef þú hefur partner skaltu blessa það og byggja. Það er svo mikilvægt fyrir þig að hafa ákveðið frelsi svo það verður aldrei hægt að halda þér í neinu búri því þá dofnarðu og deyrð tilfinningalega. Það er allt í lagi að vera svolítið „óþekkur“, leyfa þér að flippa og gera hlutina á þinn hátt, en ekki treysta hverjum sem er fyrir þínum leyndarmálum því þá eru þau ekki lengur leyndarmál. Þú átt eftir að sjá í sumar hversu einstaklega heppin persóna þú ert, verður svo oft á réttum stað á réttum tíma, svo blessaðu ævintýrin og einblíndu minna á framabrautina. Þú átt eftir að láta ljós þitt skína hvort sem þú vilt það eða ekki og það er gott því þú hefur þau áhrif á persónur í kringum þig að þeim finnast þeir vera einstakir í sinni röð, svo haltu því áfram af fullum krafti, því þinn er mátturinn og dýrðin. Kossar og knús, Sigga Kling.Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúarLaddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira