Fótbolti

Jón Daði: Gunnar var alveg að drepa mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. vísir/vilhelm
Framherjinn Jón Daði Böðvarsson er í fínu líkamlegu standi en það vantar upp á leikformið enda ekki spilað með liði sínu síðan 16. febrúar.

„Ég hef verið að halda mér í góðu standi og sjá vel um mig. Það er auðvitað langt síðan ég spilaði en er samt klár líkamlega og andlega séð,“ sagði Jón Daði fyrir æfingu landsliðsins í morgun.

„Ég náði síðustu vikunni hjá Reading og svo kom frí 5. maí. Ég fór svo á Selfoss og hef verið að æfa þar með Gunnari Borgþórssyni. Hann var alveg að drepa mig á köflum en á jákvæðan hátt. Svo kem ég hingað til æfinga og mér finnst ég ekkert vera eftir á.“

Selfyssingurinn er sáttur í herbúðum Reading og reiknar með því að óbreyttu að spila þar áfram.

„Ég á eitt ár eftir af samningnum og hef ekki heyrt annað en að ég verði þar áfram. Það er samt stutt á milli í þessu og það verður að koma í ljós hvort það sé áhugi á mér,“ segir Jón Daði og bætir við að fjölskylda hans sé ánægð í Englandi. Hann segir einhverjar þreifingar vera í gangi með framtíðina en má lítið tala um það.

„Það er eitthvað aðeins en ég segi ekki meira en það.“



Klippa: Jón Daði um ástandið á sér

Tengdar fréttir

Rúnar Alex úr leik og Ingvar Jónsson inn í hópinn

Markvarðarskipti hafa orðið í hóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir að kom í ljós að Rúnar Alex Rúnarsson getur ekki tekið þátt í leikjunum á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM.

Viðar Örn: Gæti endað aftur í Rússlandi

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er mættur í komandi landsliðsverkefni í flottu standi og sjálfstraustið í botni. Það hefur gengið vel hjá honum með Hammarby í Svíþjóð.

Hannes: Ekki venjan að gefa út hver sé númer eitt

Erik Hamrén landsliðsþjálfari gaf það út fyrir síðustu verkefni landsliðsins að Hannes Þór Halldórsson væri markvörður númer eitt hjá landsliðinu en vildi ekki gera það fyrir komandi verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×