Landsliðsfólk þarf að borga fyrir að vera valið í landsliðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. júní 2019 09:30 Blaklandslið Íslands þurfti að standa straum af kostnaði að hluta sjálft til að komast á Smáþjóðaleikana. Mynd/ÍSÍ „Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“ Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
„Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“
Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira