Evrópa getur ekki lengur horft í gegnum fingur sér með Katalóníu Alfred Bosch skrifar 5. júní 2019 07:00 Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun