Hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti aldrei hærra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:45 Loftgæðamælingastöð NOAA í Mauna Loa á Hawaii. getty/Jonathan Kingston Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira