Fótbolti

Rúnar Alex úr leik og Ingvar Jónsson inn í hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson. vísir/getty
Markvarðarskipti hafa orðið í hóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir að kom í ljós að Rúnar Alex Rúnarsson getur ekki tekið þátt í leikjunum á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM.

Rúnar Alex meiddist í upphitun fyrir leik Dijon í lokaumferð frönsku deildarinnar og í dag komst það á hreint að hann myndi ekki ná sér í tíma fyrir leikina mikilvægu.

Eric Hamrén ákvað að kalla á nýjan markvörð en Ingvar Jónsson, markvörður Viborg í Danmörku, kemur inn í hans stað.

Ingvar kemur til móts við liðið á fimmtudaginn. Hann hefur leikið 8 landsleiki, síðast gegn Eistlandi 15. janúar síðastliðinn.

Aðrir markverður liðsins eru þeir Hannes Þór Halldórsson og Ögmundur Kristinsson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×