Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 14:46 Góð stemmning í Gdynia í morgun. Vegagerðin Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fékk fyrir hönd Vegagerðarinnar afhenta nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf í Gdynia í Póllandi í dag. Þau Ireneusz Ćwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu í dag undir tilheyrandi pappíra þess efnis. Á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri. Herjólfur ohf. sem sér um rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og mun fljótlega sigla skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. tók síðan við Herjólfi til leigu eftir að Vegagerðin hafi fengið skipið afhent, en Vegagerðin er eigandi ferjunnar. Áhöfn til að sigla Herjólfi heim er komin út til Póllands en nokkra daga mun taka að gera skipið klárt til heimsiglingar. Reiknað er með að Herjólfur komi til Vestmannaeyja þann 15. júní en muni hefja siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar þegar áhöfnin í heild hefur reynt skipið og það gert klárt fyrir almennar siglingar með farþega. Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Íslenski fáninn Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fékk fyrir hönd Vegagerðarinnar afhenta nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf í Gdynia í Póllandi í dag. Þau Ireneusz Ćwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu í dag undir tilheyrandi pappíra þess efnis. Á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri. Herjólfur ohf. sem sér um rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og mun fljótlega sigla skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. tók síðan við Herjólfi til leigu eftir að Vegagerðin hafi fengið skipið afhent, en Vegagerðin er eigandi ferjunnar. Áhöfn til að sigla Herjólfi heim er komin út til Póllands en nokkra daga mun taka að gera skipið klárt til heimsiglingar. Reiknað er með að Herjólfur komi til Vestmannaeyja þann 15. júní en muni hefja siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar þegar áhöfnin í heild hefur reynt skipið og það gert klárt fyrir almennar siglingar með farþega. Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Íslenski fáninn Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira