Voru einu sinni að safna myndum af Cristiano Ronaldo en spila nú með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 21:45 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu sem er á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Getty/Pedro Fiúza Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira