Voru einu sinni að safna myndum af Cristiano Ronaldo en spila nú með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 21:45 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu sem er á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Getty/Pedro Fiúza Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira