Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Elíza Lífdís Óskarsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur. mynd/Elíza Lífdís „Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira