Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð.
Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára.
Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar.
„Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“
Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti.
Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36.
„Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“
Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.
Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla
— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019