Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. júní 2019 13:15 Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökkva á slíkt tækifæri stæði það honum til boða.Í morgun fjallaði Skúli um fall WOW air og mögulega endurreisn þess á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 sem haldin er í Hörpu í dag. Í máli hans og fasi kom glöggt fram að hann hefur mikinn áhuga á því að endurreisa WOW air. Kynnti hann hugmynd á bak við WOW 2.0, nýtt og endurbætt félag á grunni hins fallna flugfélags.„Þetta er ekki komið á neitt slíkt stig og það er ekki von á því að endurreisa WOW á dag eða á morgun,“ sagði Skúli í viðtali við fréttastofu eftir erindið spurður að því hvort að von væri á því að hann myndi endurreisa félagið á næstunni.Sjá einnig:Skúli virðist staðráðinn í að endurreisa WOW airAð hans mati væri þó synd að nýta ekki alla þá þekkingu sem varð til við starfsemi WOW air.„Ég er fyrst og fremst að tala út frá þessari miklu reynslu sem við öðluðumst og þeirri þekkingu sem hefur myndast á Íslandi á rekstri lággjaldaflugfélags og ég held að það væri gríðarleg synd að horfa á eftir þeirri reynslu og því tækifæri sem ég vil meina að sé enn til staðar til að endurreisa lággjaldaflugfélag á Íslandi,“ sagði Skúli. Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni hér að neðan.Hagkvæmara að bjarga WOW Í aðdraganda falls WOW var mikið rætt um hvort ríkið ætti að koma félaginu til bjargar sökum efnahags mikilvægis þess. Slíkar aðgerðir urðu þó ekki að raunveruleika. Að mati Skúla hefði verið hagkvæmara fyrir ríkið eða ríkisbankana að setja fjármagn í WOW air, í stað þess að sitja uppi með samdrátt í efnahagslífinu. „Við sjáum núna hversu mikil áhrifin eru af falli WOW. Ég held því miður að þetta hafi verið eitt af því sem var vanmetið í aðdragandanum þegar við vorum að reyna að leita til ríkisins eða ríkisbankanna og annara fjárfesta, þá var það vanmetið hvað þetta myndi kosta hið opinbera og hagkerfið í heild sinni. Það hefði verið miklu miklu hagkvæmara að leggja fé inn í WOW og halda áfram,“ sagði Skúli. Aðspurður um hvað Skúli hafi haft í hyggju með að setja fram hugmynd um WOW 2.0 og hvort það þýddi að hann væri að vinna í því að endurreisa félagið sagði Skúli ekkert vera fast í hendi með það. „Ég var fyrst og fremst núna að kynna það sem við lærðum, þau mistök sem við gerðum, hvað betur hefði mátt fara og þar af leiðandi að nýta þá þekkingu til þess að gera enn betur og leggja áherslu á það að ef ég fengi tækifæri til þess þá myndi ég stökkva á það og ekki hika við það og gera þetta allt aftur,“ sagði Skúli. Skúli Mogensen í Hörpu í dag.Vísir/VilhelmStundum reiður, stundum sorgmæddur Þá hefur hann haft ýmislegt fyrir stafni frá því að WOW air féll. „Ég hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá í fluggeiranum en hef nóg í fangi að sinna því sem er hérna heima fyrir, enn sem komið er,“ sagði Skúli sem sagði að vel til greina gæti komið að skoða þau nánar. Fall WOW air hafði margvísleg áhrif á fjölmarga Íslendinga og sagði Skúli að mjög erfitt hafi verið að horfa upp á félagið fara í þrot. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það er ekkert launungarmál. Það líður varla sá klukkutími að ég er ekki að hugsa eitthvað um WOW-ið,“ sagði Skúli. „Þetta fór eins og það fór og núna verðum við að vinna eins vel út úr stöðunni. Stundum er maður sorgmæddur og stundum er maður reiður. Maður þarf bara að takast á við þær tilfinningar og það gengur þokkalega að vinna út úr því öllu saman.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökkva á slíkt tækifæri stæði það honum til boða.Í morgun fjallaði Skúli um fall WOW air og mögulega endurreisn þess á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 sem haldin er í Hörpu í dag. Í máli hans og fasi kom glöggt fram að hann hefur mikinn áhuga á því að endurreisa WOW air. Kynnti hann hugmynd á bak við WOW 2.0, nýtt og endurbætt félag á grunni hins fallna flugfélags.„Þetta er ekki komið á neitt slíkt stig og það er ekki von á því að endurreisa WOW á dag eða á morgun,“ sagði Skúli í viðtali við fréttastofu eftir erindið spurður að því hvort að von væri á því að hann myndi endurreisa félagið á næstunni.Sjá einnig:Skúli virðist staðráðinn í að endurreisa WOW airAð hans mati væri þó synd að nýta ekki alla þá þekkingu sem varð til við starfsemi WOW air.„Ég er fyrst og fremst að tala út frá þessari miklu reynslu sem við öðluðumst og þeirri þekkingu sem hefur myndast á Íslandi á rekstri lággjaldaflugfélags og ég held að það væri gríðarleg synd að horfa á eftir þeirri reynslu og því tækifæri sem ég vil meina að sé enn til staðar til að endurreisa lággjaldaflugfélag á Íslandi,“ sagði Skúli. Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni hér að neðan.Hagkvæmara að bjarga WOW Í aðdraganda falls WOW var mikið rætt um hvort ríkið ætti að koma félaginu til bjargar sökum efnahags mikilvægis þess. Slíkar aðgerðir urðu þó ekki að raunveruleika. Að mati Skúla hefði verið hagkvæmara fyrir ríkið eða ríkisbankana að setja fjármagn í WOW air, í stað þess að sitja uppi með samdrátt í efnahagslífinu. „Við sjáum núna hversu mikil áhrifin eru af falli WOW. Ég held því miður að þetta hafi verið eitt af því sem var vanmetið í aðdragandanum þegar við vorum að reyna að leita til ríkisins eða ríkisbankanna og annara fjárfesta, þá var það vanmetið hvað þetta myndi kosta hið opinbera og hagkerfið í heild sinni. Það hefði verið miklu miklu hagkvæmara að leggja fé inn í WOW og halda áfram,“ sagði Skúli. Aðspurður um hvað Skúli hafi haft í hyggju með að setja fram hugmynd um WOW 2.0 og hvort það þýddi að hann væri að vinna í því að endurreisa félagið sagði Skúli ekkert vera fast í hendi með það. „Ég var fyrst og fremst núna að kynna það sem við lærðum, þau mistök sem við gerðum, hvað betur hefði mátt fara og þar af leiðandi að nýta þá þekkingu til þess að gera enn betur og leggja áherslu á það að ef ég fengi tækifæri til þess þá myndi ég stökkva á það og ekki hika við það og gera þetta allt aftur,“ sagði Skúli. Skúli Mogensen í Hörpu í dag.Vísir/VilhelmStundum reiður, stundum sorgmæddur Þá hefur hann haft ýmislegt fyrir stafni frá því að WOW air féll. „Ég hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá í fluggeiranum en hef nóg í fangi að sinna því sem er hérna heima fyrir, enn sem komið er,“ sagði Skúli sem sagði að vel til greina gæti komið að skoða þau nánar. Fall WOW air hafði margvísleg áhrif á fjölmarga Íslendinga og sagði Skúli að mjög erfitt hafi verið að horfa upp á félagið fara í þrot. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það er ekkert launungarmál. Það líður varla sá klukkutími að ég er ekki að hugsa eitthvað um WOW-ið,“ sagði Skúli. „Þetta fór eins og það fór og núna verðum við að vinna eins vel út úr stöðunni. Stundum er maður sorgmæddur og stundum er maður reiður. Maður þarf bara að takast á við þær tilfinningar og það gengur þokkalega að vinna út úr því öllu saman.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12