Sá er rotaði Joshua heitir Andy Ruiz Jr. og þótti ekki líklegur til afreka í bardaganum. Hann er ekkert sérstaklega íþróttamannslega vaxinn og fáir sem áttu von á öðru en að hann yrði fallbyssufóður fyrir Joshua. Annað kom heldur betur á daginn.
Ruiz var með yfirburði í bardaganum og rotaði Joshua í sjöundu lotu. Hann er því þungavigtarmeistari hjá IBF, WBA og WBO-samböndunum.
Sagt er að þetta séu óvæntustu úrslitin í hnefaleikaheiminum síðan Buster Douglas hafði betur gegn Mike Tyson árið 1990.
Joshua storkaði örlögunum er hann birti mynd af sér með Drake á Twitter og sagðist ætla að aflétta Drake-bölvuninni. Flestir sem Drake styður hafa tapað síðustu ár og Joshua var þar engin undantekning. Bölvun Drake lifir því enn sem eru vond tíðindi fyrir Toronto Raptors.
Bout to break the curse #June1stpic.twitter.com/UIh3ILUfrE
— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) March 21, 2019