Mannréttindasáttmálinn – næstum alltaf eða aldrei Gísli Hall skrifar 3. júní 2019 07:00 Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) á árinu 1953. Síðan þá hefur Ísland verið skuldbundið að þjóðarétti til að fylgja reglum sáttmálans. Í 46. grein hans segir að samningsríki skuldbindi sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Á árunum upp úr 1990 var mikil umræða um sáttmálann meðal íslenskra lögfræðinga. Sumir, m.a. Ragnar Aðalsteinsson, héldu því fram að sáttmálinn hefði í raun lagagildi hér á landi þar sem íslenskir dómstólar ættu ekki annan kost en að fylgja ákvæðum hans. Enginn hélt því fram að ekki þyrfti að hlíta niðurstöðum MDE svo ég muni. Árið 1994 var MSE lögfestur hér á landi, eftir að MDE kvað upp áfellisdóm á hendur íslenska ríkinu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar. Var það að ráði nefndar, sem dómsmálaráðherra hafði skipað til að gera tillögu um viðbrögð við dómnum. Nefndin var vandlega skipuð, þeim Ragnhildi Helgadóttur, Birni Bjarnasyni, Eiríki Tómassyni, Markúsi Sigurbjörnssyni og Ragnari Aðalsteinssyni. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til að sáttmálinn yrði lögtekinn hér á landi. Var það einkum stutt þeim rökum að lögfesting sáttmálans yrði til að auka réttaröryggi og tryggja að hann hefði bein áhrif að landsrétti. Ekki er annað að sjá en að Ísland hafi allt frá þessum tíma virt MSE og talið sig bundið af ákvæðum hans, eins og þau hafa verið túlkuð af MDE. Sem dæmi má nefna að í nóvember 2018 stóð Lögmannafélag Íslands fyrir fundi með yfirskriftinni „Hlutverk íslenskra dómstóla við beitingu MSE – samstarf eða tregða?“. Fyrirlesari var Róbert Spanó, dómari Íslands við MDE. Niðurstaða hans var að svo virtist sem tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum MDE væri á undanhaldi og undanfarinn áratug hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga „samstarf“ við Mannréttindadómstólinn. Hæstiréttur hefur í mörg skipti þurft að taka afstöðu til málatilbúnaðar, þar sem vísað hefur verið til ákvæða sáttmálans. Dæmi þar um er mál nr. 371/2010, ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. Um var að ræða ákæru vegna meintra skattalagabrota. Ákærðu héldu því fram í vörn sinni að þeir hefðu þegar fengið refsingu í formi álags. Það væri brot gegn ákvæði sáttmálans að ákæra/refsa tvisvar vegna sama verknaðarins. Á þessum tíma lágu fyrir fordæmi MDE einmitt um þetta efni, sem ákærðu vísuðu til. Í forsendum Hæstaréttar kom fram að hann liti til dómsúrlausna MDE, en í framhaldi af því var komist að niðurstöðu um að „óvissu gætti“ um skýringu á ákvæði sáttmálans sem til umfjöllunar var. Var kröfu ákærðu um frávísun málsins hafnað af þeirri ástæðu. Í framhaldinu voru þeir sakfelldir og ákveðin refsing. Augljóst er að hafi Hæstiréttur ekki talið sig bundinn af fordæmum MDE, þá hefði rökstuðningur réttarins verið á annan veg en að framan greinir. Sakfelldu leituðu til MDE vegna þessa, sem kvað upp dóm í maí 2017. Þar var sakfellingardómur Hæstaréttar talinn brot gegn ákvæði sáttmálans um bann við tvöfaldri refsingu. Umrætt ákvæði sáttmálans var þar túlkað á sama veg og Jón Ásgeir og Tryggvi höfðu byggt á, öndvert við niðurstöðu Hæstaréttar. Í framhaldi af dómi MDE sóttu þeir Jón Ásgeir og Tryggvi um endurupptöku Hæstaréttar á máli þeirra. Dómur í því máli féll hinn 21. maí sl., mál nr. 12/2018. Niðurstaðan var sú að vísa málinu frá réttinum með þeim rökstuðningi að ekki væri að finna heimild í lögum til endurupptöku máls í kjölfar þess að MDE komist að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn MSE fyrir íslenskum dómtólum, „við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu“! Hæstiréttur hafði áður komist að öndverðri niðurstöðu og leyfði endurupptöku, í máli nr. 512/2012 (kennt við Vegas). Í Vegas-málinu hafði MDE komist að niðurstöðu um brot gegn ákvæði MSE um réttláta málsmeðferð. Hvernig Hæstarétti tókst að gera þann greinarmun á þessum málum að annað skyldi endurupptekið en hitt ekki er örðugt að skilja. Í báðum tilvikum er um það að ræða að efnisreglur sáttmálans voru brotnar. Endurupptöku Vegas-málsins lauk þannig að ákærði var sýknaður og í framhaldinu gerðar réttarbætur varðandi málsmeðferð fyrir dómi. Til viðbótar þessu greiddi íslenska ríkið hinum ákærða skaðabætur vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir vegna rangrar sakfellingar. Í tilviki Jóns Ásgeirs og Tryggva sitja þeir ennþá uppi með sakfellingardóminn ólögmæta, og íslenska ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að endurgreiða þeim sektir sem þeir höfðu greitt. Þessi málalok eru augljóst brot gegn MSE. Þau eru vitandi vits og engar afsakanir til. Einhverjir hafa fundið það út að dómur Hæstaréttar staðfesti fullveldi Íslands. Dómsmálaráðherra, sem sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum síðan, skrifaði grein þar sem hún ályktar að dómur MDE í Landsréttarmálinu svokallaða sé „umboðslaust pólitískt at“. Talsmaður ákæruvaldsins lýsti því svo að í Strassborg sitji „lögfræðingar með einhverjar hugmyndir“. Allt vekur þetta spurningar um raunverulegt gildi MDE og virðingu Íslands fyrir honum þegar á reynir. Á að skilja nýgenginn dóm Hæstaréttar þannig að hann feli í sér U-beygju í afstöðu dómstólsins til MSE frá því sem rætt var á málþinginu í nóvember í fyrra? Ef um U-beygju er að ræða, á maður þá að leyfa sér, eins og ráðherrann fyrrverandi hefur nú gert, að velta því upp hvort dómurinn byggist á einhverju öðru en lögunum? Orð Hæstaréttar „í máli þessu“ geta verið vísbending um það. Og þetta getur þá líka verið lausn eða varnarmúr, fái íslenskir dómstólar ákúrur að utan fyrir réttarfarið í svokölluðum hrunmálum, en vænta má niðurstaðna í einhverjum málum af því tagi á næstunni. Það er ekki laust við að setji að manni hroll við þetta. Eina raunverulega ályktunin sem ég dreg af þessu er að Ísland er örríki, þar sem tengingar eru víða og aukin hætta á því að nálægðin, tíðarandi og almenningsálit hafi áhrif á niðurstöðu dómsmála. Ekki síst þess vegna hef ég talið MSE vera mikilvægan öryggisventil hér. Ef við ætlum ekki að virða niðurstöður MDE í okkar málum, þá er ástæða til að fella úr gildi lögin um lögfestingu hans, jafnframt því að afturkalla fullgildingu sáttmálans. Þá þarf enginn að fara í grafgötur með að sáttmálinn gildi ekki hér á landi og dómar MDE okkur óviðkomandi. Allt í krafti fullveldisins sem hefur þá verið misskilið hrapallega af lögfræðingum undanfarna áratugi. Við viljum þá varla neitt frekar vera að beygja okkur undir vald EFTA-dómstólsins og við skulum þá ekki heldur sóa tíma þingmanna og embættismanna frekar í orkupakkann margrædda. Höfundur er lögmaður og tekur fram að hann er samstarfsmaður Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs til margra ára. Höfundur vill að síðustu taka fram að í þessari grein lætur hann ekki uppi efnislegar skoðanir á einstökum úrlausnum MDE, né þeirra mála sem eru til úrlausnar nú. Landsréttarmálið þar með talið. Þar neytir íslenska ríkið réttar síns, samkvæmt sáttmálanum, til þess að bera málið undir yfirdeild réttarins. Kannski með öllu óþarft – því varla er ástæða til að áfrýja einhverju sem þarf ekki að fara eftir hvort eð er, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) á árinu 1953. Síðan þá hefur Ísland verið skuldbundið að þjóðarétti til að fylgja reglum sáttmálans. Í 46. grein hans segir að samningsríki skuldbindi sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Á árunum upp úr 1990 var mikil umræða um sáttmálann meðal íslenskra lögfræðinga. Sumir, m.a. Ragnar Aðalsteinsson, héldu því fram að sáttmálinn hefði í raun lagagildi hér á landi þar sem íslenskir dómstólar ættu ekki annan kost en að fylgja ákvæðum hans. Enginn hélt því fram að ekki þyrfti að hlíta niðurstöðum MDE svo ég muni. Árið 1994 var MSE lögfestur hér á landi, eftir að MDE kvað upp áfellisdóm á hendur íslenska ríkinu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar. Var það að ráði nefndar, sem dómsmálaráðherra hafði skipað til að gera tillögu um viðbrögð við dómnum. Nefndin var vandlega skipuð, þeim Ragnhildi Helgadóttur, Birni Bjarnasyni, Eiríki Tómassyni, Markúsi Sigurbjörnssyni og Ragnari Aðalsteinssyni. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til að sáttmálinn yrði lögtekinn hér á landi. Var það einkum stutt þeim rökum að lögfesting sáttmálans yrði til að auka réttaröryggi og tryggja að hann hefði bein áhrif að landsrétti. Ekki er annað að sjá en að Ísland hafi allt frá þessum tíma virt MSE og talið sig bundið af ákvæðum hans, eins og þau hafa verið túlkuð af MDE. Sem dæmi má nefna að í nóvember 2018 stóð Lögmannafélag Íslands fyrir fundi með yfirskriftinni „Hlutverk íslenskra dómstóla við beitingu MSE – samstarf eða tregða?“. Fyrirlesari var Róbert Spanó, dómari Íslands við MDE. Niðurstaða hans var að svo virtist sem tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum MDE væri á undanhaldi og undanfarinn áratug hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga „samstarf“ við Mannréttindadómstólinn. Hæstiréttur hefur í mörg skipti þurft að taka afstöðu til málatilbúnaðar, þar sem vísað hefur verið til ákvæða sáttmálans. Dæmi þar um er mál nr. 371/2010, ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. Um var að ræða ákæru vegna meintra skattalagabrota. Ákærðu héldu því fram í vörn sinni að þeir hefðu þegar fengið refsingu í formi álags. Það væri brot gegn ákvæði sáttmálans að ákæra/refsa tvisvar vegna sama verknaðarins. Á þessum tíma lágu fyrir fordæmi MDE einmitt um þetta efni, sem ákærðu vísuðu til. Í forsendum Hæstaréttar kom fram að hann liti til dómsúrlausna MDE, en í framhaldi af því var komist að niðurstöðu um að „óvissu gætti“ um skýringu á ákvæði sáttmálans sem til umfjöllunar var. Var kröfu ákærðu um frávísun málsins hafnað af þeirri ástæðu. Í framhaldinu voru þeir sakfelldir og ákveðin refsing. Augljóst er að hafi Hæstiréttur ekki talið sig bundinn af fordæmum MDE, þá hefði rökstuðningur réttarins verið á annan veg en að framan greinir. Sakfelldu leituðu til MDE vegna þessa, sem kvað upp dóm í maí 2017. Þar var sakfellingardómur Hæstaréttar talinn brot gegn ákvæði sáttmálans um bann við tvöfaldri refsingu. Umrætt ákvæði sáttmálans var þar túlkað á sama veg og Jón Ásgeir og Tryggvi höfðu byggt á, öndvert við niðurstöðu Hæstaréttar. Í framhaldi af dómi MDE sóttu þeir Jón Ásgeir og Tryggvi um endurupptöku Hæstaréttar á máli þeirra. Dómur í því máli féll hinn 21. maí sl., mál nr. 12/2018. Niðurstaðan var sú að vísa málinu frá réttinum með þeim rökstuðningi að ekki væri að finna heimild í lögum til endurupptöku máls í kjölfar þess að MDE komist að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn MSE fyrir íslenskum dómtólum, „við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu“! Hæstiréttur hafði áður komist að öndverðri niðurstöðu og leyfði endurupptöku, í máli nr. 512/2012 (kennt við Vegas). Í Vegas-málinu hafði MDE komist að niðurstöðu um brot gegn ákvæði MSE um réttláta málsmeðferð. Hvernig Hæstarétti tókst að gera þann greinarmun á þessum málum að annað skyldi endurupptekið en hitt ekki er örðugt að skilja. Í báðum tilvikum er um það að ræða að efnisreglur sáttmálans voru brotnar. Endurupptöku Vegas-málsins lauk þannig að ákærði var sýknaður og í framhaldinu gerðar réttarbætur varðandi málsmeðferð fyrir dómi. Til viðbótar þessu greiddi íslenska ríkið hinum ákærða skaðabætur vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir vegna rangrar sakfellingar. Í tilviki Jóns Ásgeirs og Tryggva sitja þeir ennþá uppi með sakfellingardóminn ólögmæta, og íslenska ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að endurgreiða þeim sektir sem þeir höfðu greitt. Þessi málalok eru augljóst brot gegn MSE. Þau eru vitandi vits og engar afsakanir til. Einhverjir hafa fundið það út að dómur Hæstaréttar staðfesti fullveldi Íslands. Dómsmálaráðherra, sem sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum síðan, skrifaði grein þar sem hún ályktar að dómur MDE í Landsréttarmálinu svokallaða sé „umboðslaust pólitískt at“. Talsmaður ákæruvaldsins lýsti því svo að í Strassborg sitji „lögfræðingar með einhverjar hugmyndir“. Allt vekur þetta spurningar um raunverulegt gildi MDE og virðingu Íslands fyrir honum þegar á reynir. Á að skilja nýgenginn dóm Hæstaréttar þannig að hann feli í sér U-beygju í afstöðu dómstólsins til MSE frá því sem rætt var á málþinginu í nóvember í fyrra? Ef um U-beygju er að ræða, á maður þá að leyfa sér, eins og ráðherrann fyrrverandi hefur nú gert, að velta því upp hvort dómurinn byggist á einhverju öðru en lögunum? Orð Hæstaréttar „í máli þessu“ geta verið vísbending um það. Og þetta getur þá líka verið lausn eða varnarmúr, fái íslenskir dómstólar ákúrur að utan fyrir réttarfarið í svokölluðum hrunmálum, en vænta má niðurstaðna í einhverjum málum af því tagi á næstunni. Það er ekki laust við að setji að manni hroll við þetta. Eina raunverulega ályktunin sem ég dreg af þessu er að Ísland er örríki, þar sem tengingar eru víða og aukin hætta á því að nálægðin, tíðarandi og almenningsálit hafi áhrif á niðurstöðu dómsmála. Ekki síst þess vegna hef ég talið MSE vera mikilvægan öryggisventil hér. Ef við ætlum ekki að virða niðurstöður MDE í okkar málum, þá er ástæða til að fella úr gildi lögin um lögfestingu hans, jafnframt því að afturkalla fullgildingu sáttmálans. Þá þarf enginn að fara í grafgötur með að sáttmálinn gildi ekki hér á landi og dómar MDE okkur óviðkomandi. Allt í krafti fullveldisins sem hefur þá verið misskilið hrapallega af lögfræðingum undanfarna áratugi. Við viljum þá varla neitt frekar vera að beygja okkur undir vald EFTA-dómstólsins og við skulum þá ekki heldur sóa tíma þingmanna og embættismanna frekar í orkupakkann margrædda. Höfundur er lögmaður og tekur fram að hann er samstarfsmaður Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs til margra ára. Höfundur vill að síðustu taka fram að í þessari grein lætur hann ekki uppi efnislegar skoðanir á einstökum úrlausnum MDE, né þeirra mála sem eru til úrlausnar nú. Landsréttarmálið þar með talið. Þar neytir íslenska ríkið réttar síns, samkvæmt sáttmálanum, til þess að bera málið undir yfirdeild réttarins. Kannski með öllu óþarft – því varla er ástæða til að áfrýja einhverju sem þarf ekki að fara eftir hvort eð er, eða hvað?
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun