Rúnar: Menn fá ekkert að anda því það er alltaf hótað með gulu spjaldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2019 18:34 Ívar Orri gefur Kennie Chopart rautt spjald. vísir/bára „Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti