Enski boltinn

United þarf að borga Lukaku fyrir að fara til Inter

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku kom til Manchester United árið 2017
Romelu Lukaku kom til Manchester United árið 2017 vísir/Getty
Manchester United mun þurfa að borga Romelu Lukaku fyrir það að framherjinn fari til Inter Milan. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Mirror.

Antonio Conte tók við stjórn Inter á dögunum og er belgíski framherjinn efstur á óskalista hans. Lukaku er sagður vilja fara til Ítalíu þar sem hann óttast að spiltími sinn hjá United verði ekki mikill næsta vetur.

Forráðamenn United vilja þó fá sem mest af þeim 75 milljónum punda sem þeir borguðu Everton fyrir Lukaku til baka. Inter hefur hins vegar ekki efni á að borga svo mikið fyrir framherjann.

Þá eru launakröfur Lukaku einnig of háar fyrir ítalska félagið, en hann mun fá 195 þúsund pund í vikulaun hjá United næsta vetur, þrátt fyrir að þurfa að taka á sig 25 prósenta launalækkun þar sem United komst ekki í Meistaradeild Evrópu.

Inter vill að United minnki verðmiðann á Lukaku verulega ásamt því að enska félagið borgi framherjanum stóran hluta af samningi hans, en Lukaku á þrjú ár eftir af samningi sínum við United.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×