Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. júní 2019 08:03 Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis. Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til",“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna. Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis. Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til",“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna. Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar