Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 20:00 Hermann segir nauðsynlegt að taka aftur upp reglur um stærðarviðmið lóða við leikskóla. Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann. Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann.
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira