Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 09:57 Donald Trump telur að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15