Tilkynnt var um komu Oru í desember en hún er án nokkurs vafa ein skærasta stjarna hátíðarinnar. Söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og eru landsmenn vel kunnugir tónlist hennar.
Nafn Ora er enn á kynningarefni fyrir hátíðina en samkvæmt frétt DV er hátíðin í viðræðum við aðra tónlistarmenn til þess að fylla upp í skarðið. Aðstandendur hátíðarinnar hafa vitað af veikindum hennar í um það bil tvo daga. Ljóst er að skammur tími er til stefnu í ljósi þess að tónlistarhátíðin hefst á föstudag og stendur til sunnudags.
Á heimasíðu Ora er Secret Solstice enn skráð á túr hennar.
Uppfært klukkan 11:37
Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að Rita Ora hafi ekki enn afboðað sig á Secret Solstice. Hún auglýsi enn túrinn á Secret Solstice og ekkert fast í hendi um hvort hún komi fram eða ekki. Þegar tíðindi berist af veikindum sé eðlilegt að skipuleggjendur fari að vinna í plani b.
Rita Ora er enn auglýst sem einn listamannanna sem koma fram á Solstice í ár, bæði á heimasíðu hátíðarinnar og í nýlegri Facebook-færslu.