KFC á Íslandi í viðbragðsstöðu vegna veganborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2019 10:29 Uppistaðan í buffi Svikarans eru sveppir. KFC Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín. Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín.
Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00
Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15