Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 09:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15