Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 20:14 Floti IAG, þar á meðal British Airways, samanstendur af Airbus og Boeing-flugvélögum. Getty/Orlando Sentinel Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á flugsýningunni í París sem nú fer fram en IAG á fjölmörg evrópsk flugfélög á borð við Iberua, Vueling, Aer Lingus sem og British Airways. Sé litið til listaverðs flugvélanna er pöntunin að virði yfir 24 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð MAX-vélanna eftir mannskæð flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem meðal annars hafa verið rakin til hugbúnaðars í flugstjórnarkerfi flugvélanna. Eftir seinna flugslysið var flugbann sett á vélarnar og hafa því flugfélög sem keypt hafa MAX-vélarnar af Boeing ekki getað notað þær, þar á meðal Icelandair. Ekki er búist því að flugvélarnar fljúgi fyrr en í fyrsta lagi í haust en Boeing vinnur nú að því að fá samþykki flugmálayfirvalda fyrir því að flugbanninnu verði aflétt.Í frétt Reuters segir að Airbus, sem stal senunni á flugsýningunni í gær þegar það kynnti nýja þotu til leiks, hafi ekki fengið tækifæri til þess að bjóða IAG flugvélar í þetta skiptið. Verði endanlega gengið frá samningum mun IAG fá vélarnar afhentar á árunum 2023 til 2027 en um er að ræða blöndu af 737-8 og 737 10. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á flugsýningunni í París sem nú fer fram en IAG á fjölmörg evrópsk flugfélög á borð við Iberua, Vueling, Aer Lingus sem og British Airways. Sé litið til listaverðs flugvélanna er pöntunin að virði yfir 24 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð MAX-vélanna eftir mannskæð flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem meðal annars hafa verið rakin til hugbúnaðars í flugstjórnarkerfi flugvélanna. Eftir seinna flugslysið var flugbann sett á vélarnar og hafa því flugfélög sem keypt hafa MAX-vélarnar af Boeing ekki getað notað þær, þar á meðal Icelandair. Ekki er búist því að flugvélarnar fljúgi fyrr en í fyrsta lagi í haust en Boeing vinnur nú að því að fá samþykki flugmálayfirvalda fyrir því að flugbanninnu verði aflétt.Í frétt Reuters segir að Airbus, sem stal senunni á flugsýningunni í gær þegar það kynnti nýja þotu til leiks, hafi ekki fengið tækifæri til þess að bjóða IAG flugvélar í þetta skiptið. Verði endanlega gengið frá samningum mun IAG fá vélarnar afhentar á árunum 2023 til 2027 en um er að ræða blöndu af 737-8 og 737 10.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31