17. júní er uppáhaldsdagur íslenska fánans Kristín Dís Ingilínardóttir skrifar 18. júní 2019 06:15 Íslenski fáninn blakti víða á 17. júní en veðurblíðan lék við landann þennan þjóðhátíðardaginn. Fréttablaðið/Valli Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn. 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn.
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira